Njarðarbraut Reykjanesbæ

Njarðarbraut Reykjanesbæ

Síðdegis 21. janúar 2016 varð harður árekstur á Njarðarbraut við gatnamótin að Tjarnarbraut í Reykjanesbæ. Ökumaður bifreiðar tók vinstri beygju í veg fyrir aðra bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Hann var ekki spenntur í öryggisbelti og lést í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir tvær tillögur í öryggisátt vegna slyssins hér í skýrslunni. Önnur varðandi yfirborðsmerkingar á Njarðarbraut og hin um skoðun ökutækja.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Viðhald yfirborðsmerkinga Skoðun ökutækja 21.01.2016
Umferðarsvið