Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Suðurlandsvegur austan við Þingborg

Toyota Land Cruiser bifreið var ekið austur Suðurlandsveg, um 1,2 km austan við Þingborg. Á sama tíma var Volvo XC 60 fólksbifreið ekið úr gagnstæðri átt vestur Suðurlandsveg í framúrakstri á vinstri akrein og framan á Toyota bifreiðina í hörðum árekstri.

Skýrsla 20.12.2021
Umferðarsvið

Gnoðarvogur við Skeiðarvog

Vegfarandi gekk á grænu gönguljósi út á gangbraut sem liggur þvert yfir Gnoðarvog rétt vestan gatnamótanna við Skeiðarvog. Strætisvagni var á sama tíma ekið suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri, einnig á grænu ljósi, norðvestur inn á Gnoðarvog. Vegfarandinn varð undir hægri hlið strætisvagnsins og lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Öryggisáætlun og áhættumat
Öryggisúttekt á slysstað 25.11.2021
Umferðarsvið

Örlygshafnarvegur við Látravík

Bifreið var ekið niður brattan veg í átt að Látravík. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum úr miðri beygju og niður fyrir hann þar sem hún valt. Ökumaðurinn var einn í bílnum og lést hann í slysinu.

Skýrsla 12.11.2021
Umferðarsvið

Hjólastígur við Sæbraut

Rafhlaupahjóli og rafknúnu léttu bifhjóli var ekið úr gagnstæðum áttum á hjólastíg við Sæbraut. Rákust hjólin saman í hörðum árekstri með þeim afleiðingum að ökumaður rafhlaupahjólsins lést og ökumaður létta bifhjólsins slasaðist alvarlega.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Endurskoðun umferðarlaga
Öryggisúttekt 10.11.2021
Umferðarsvið

Hvalfjarðarvegur

Ökumaður pallbifreiðar ók suður Hvalfjarðarveg. Við félagsheimilið Félagsgarð missti hann stjórn á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veginn og valt. Einn farþegi var í bifreiðinni og köstuðust bæði ökumaður og farþegi út úr bifreiðinni í veltunni. Þeir voru ekki spenntir í öryggisbelti og lést farþeginn í slysinu.

Skýrsla 03.11.2021
Umferðarsvið

Kauptún Urriðaholtsstræti

Gangandi vegfarandi gekk út á akrein í veg fyrir bifreið. Vegfarandinn var ekki á merktri leið fyrir gangandi vegfarendur. Hann gerði sér sennilega ekki grein fyrir að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjær akreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi. Vegfarandinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.   

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varhugaverð gatnamót
Hönnun á umferðarmannvirkjum fyrir alla vegfarendur 17.02.2021
Umferðarsvið

Seljaskógar Engjasel

Maður féll af reiðhjóli sínu og slasaðist alvarlega snemma morguns eða seint um nótt. Hann fannst liggjandi meðvitundarlaus við gangstíg milli Seljaskóga og Engjasels. Maðurinn lést nokkru síðar á sjúkrahúsi.

Skýrsla 16.01.2021
Umferðarsvið

Djúpvegur í Skötufirði

Bifreið var ekið út Skötufjörð í átt að Ísafirði. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þannig að hún snerist, rann út af veginum og valt niður í sjó. Tveir farþegar létust í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Áhættugreining aðgerða
Fjarlækningar og önnur ráð 16.01.2021
Umferðarsvið