Höfðabakki í Reykjavík

Höfðabakki í Reykjavík

Gangandi vegfarandi þveraði Höfðabakka rétt sunnan við biðstöð strætisvagna á móts við Árbæjarsafn þegar bifreið, sem ók til suðurs, var ekið á hann. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Stuttu síðar var fólksbifreið ekið Höfðabakka til norðurs og á vegfarandann þar sem hann lá á götunni. Vegfarandinn sem ekið var á lést á Landspítala seinna um nóttina af völdum fjöláverka.

Skýrsla
Tilmæli/Ábendingar:
Farið af vettvangi eftir slys
Aukahlutir í framrúðu
Athygli við akstur og hraði 10.12.2022
Umferðarsvið