Innri-Gleðivík Djúpavogi

Innri-Gleðivík Djúpavogi

Þann 21. júní 2022 var gangandi vegfarandi staddur á Víkurlandi á Djúpavogi. Meðfram 180 metra kafla af veginum er listaverk sem telur 34 stækkaðar eftirlíkingar af fuglaeggjum. Vegfarandinn var við eitt af eggjunum. Á sama tíma var vinnuvél ekið suður Víkurland frá hafnarbakka í Innri-Gleðivík áleiðis að fiskmarkaði Djúpavogs, um 1 km leið. Fiskfarmur í fjórum fiskikörum var á lyftaragöfflum vinnuvélarinnar. Vinnuvélinni var ekið á vegfarandann sem lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Bætt öryggi vegfarenda við listaverk á hafnarsvæði Breytingar á skipulagi sveitarfélagsins Umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga
Tilmæli/Ábendingar:
Skipulagsbreytingar innan sveitarfélaga og umferðaröryggi
Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga 21.06.2022
Umferðarsvið