Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Snæfellsnesvegur norðan Hítarár

Fiat Weinsberg fólksbifreið var ekið suðaustur Snæfellsnesveg skammt norðan við Hítará. Á sama tíma var Nissan X-Trail fólksbifreið ekið úr gagnstæðri átt norðvestur Snæfellsnesveg. Nissan bifreiðinni var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á Fiat bifreiðina í hörðum árekstri. Farþegi í aftursæti Fiat bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
23-047U009-T01 Forvarnir um svefn og þreytu hjá ökumönnum 17.07.2023
Umferðarsvið

Þrengslavegur

Bifreið, sem ekið var í norðausturátt á Þrengslavegi, fór út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og var ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Ökumaður var einn í bifreiðinni og lést hann í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
23-046U008 T08. Notkun riffla á vegum 13.07.2023
Umferðarsvið

Nausthamarsbryggja Vestmannaeyjum

Peugeot fólksbifreið ekið inn á Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjum og stöðvuð þar við bryggjukantinn. Þar var bifreiðin kyrrstæð í tæpar 50 sekúndur. Þá var henni ekið af stað, yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og lést hann í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Reglur um mat á andlegu og líkamlegu hæfi
Stuðningur við innleiðingu nýs vottorðseyðublaðs 11.04.2023
Umferðarsvið

Olís við Álfheima

Sprenging varð í þrýstigeymi tvíorkubifreiðar þegar ökumaður hennar var að fylla á hann metaneldsneyti. Sprengingin var öflug. Kastaðist ökumaðurinn frá bifreiðinni, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir aðilar hlutu áverka.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Eftirlit með þrýstigeymum 13.02.2023
Umferðarsvið