Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Reykjanesbraut við Straumsvík
Nissan fólksbifreið var ekið suðvestur Reykjanesbraut við Straumsvík í Hafnarfirði. Á sama tíma var Volvo vörubifreið með festivagn ekið úr gagnstæðri átt. Í framhaldi lenti fólksbifreiðin framan á vinstra framhorni vörubifreiðarinnar. Ökumaður fólksbifreiðarinnar slasaðist alvarlega í árekstrinum og lést átta dögum síðar. Ökumaður vörubifreiðarinnar slasaðist ekki.
Skýrsla 30.01.2024Vesturlandsvegur við Hvalfjarðarveg
BMW fólksbifreið var ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg. Á sama tíma var tveimur vörubifreiðum ekið úr gagnstæðri átt. BMW bifreiðinni var ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns. Í framhaldi lenti fólksbifreiðin framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést á slysstað og slasaðist farþegi fólksbifreiðarinnar alvarlega.
Skýrsla 16.01.2024Grindavíkurvegur
Toyota Hilux bifreið var ekið suður Grindavíkurveg. Á sama tíma var Mercedes Arocs vörubifreið ekið úr gagnstæðri átt norður Grindavíkurveg. Ökumaður vörubifreiðarinnar missti stjórn á bifreiðinni í mjúkri vinstri beygju og rann hún yfir á gagnstæðan vegarhelming og út fyrir veginn. Ökumaður Toyota bifreiðarinnar beygði til hægri og rákust bifreiðarnar saman utan akbrautarinnar. Ökumaður og farþegi í Toyota bifreiðinni létust í slysinu.
Skýrsla 05.01.2024