Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Vesturlandsvegur við Skipanes

Toyota Yaris fólksbifreið var ekið suðaustur Vesturlandsveg við Skipanes. Á sama tíma var Volvo S40 fólksbifreið ekið úr gagnstæðri átt norðvestur Vesturlandsveg. Toyota bifreiðinni var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á Volvo bifreiðina í hörðum árekstri. Ökumaður Toyota bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla 13.12.2023
Umferðarsvið

Reykjanesbraut við Innri Njarðvík

Bifreið sem var ekið Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein við Innri-Njarðvík var sveigt yfir á vinstri akrein, inn á miðdeili á milli akbrauta Reykjanesbrautar, á víravegrið sem hún kastaðist af og valt í framhaldi af því. Ökumaður var einn í bifreiðinni og lést hann í slysinu.

Skýrsla 02.11.2023
Umferðarsvið

Snæfellsnesvegur norðan Hítarár

Fiat Weinsberg fólksbifreið var ekið suðaustur Snæfellsnesveg skammt norðan við Hítará. Á sama tíma var Nissan X-Trail fólksbifreið ekið úr gagnstæðri átt norðvestur Snæfellsnesveg. Nissan bifreiðinni var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á Fiat bifreiðina í hörðum árekstri. Farþegi í aftursæti Fiat bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
23-047U009-T01 Forvarnir um svefn og þreytu hjá ökumönnum 17.07.2023
Umferðarsvið

Þrengslavegur

Bifreið, sem ekið var í norðausturátt á Þrengslavegi, fór út fyrir veg hægra megin í mjúkri vinstri beygju og var ekið í vegfláa nokkra stund áður en hún endastakkst nokkrum sinnum. Ökumaður var einn í bifreiðinni og lést hann í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
23-046U008 T08. Notkun riffla á vegum 13.07.2023
Umferðarsvið

Laugarvatnsvegur

Bifhjóli var ekið Laugarvatnsveg til norðurs. Skammt frá gatnamótum Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabrautar missti ökumaðurinn stjórn á bifhjólinu með þeim afleiðingum að það fór út fyrir veg þar sem hjólið endastakkst. Ökumaður bifhjólsins lést á slysstað af völdum fjöláverka.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
23-043U007T1. Hlífðarbúnaður bifhjólafólks
23-043U007T2. Skoðun bifhjóla
23-043U007T3. Reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar 07.07.2023
Umferðarsvið

Nausthamarsbryggja Vestmannaeyjum

Peugeot fólksbifreið ekið inn á Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjum og stöðvuð þar við bryggjukantinn. Þar var bifreiðin kyrrstæð í tæpar 50 sekúndur. Þá var henni ekið af stað, yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og lést hann í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Reglur um mat á andlegu og líkamlegu hæfi
Stuðningur við innleiðingu nýs vottorðseyðublaðs 11.04.2023
Umferðarsvið

Olís við Álfheima

Sprenging varð í þrýstigeymi tvíorkubifreiðar þegar ökumaður hennar var að fylla á hann metaneldsneyti. Sprengingin var öflug. Kastaðist ökumaðurinn frá bifreiðinni, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir aðilar hlutu áverka.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Eftirlit með þrýstigeymum 13.02.2023
Umferðarsvið

Höfðabakki í Reykjavík

Gangandi vegfarandi þveraði Höfðabakka rétt sunnan við biðstöð strætisvagna á móts við Árbæjarsafn þegar bifreið, sem ók til suðurs, var ekið á hann. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að tilkynna um atvikið. Stuttu síðar var fólksbifreið ekið Höfðabakka til norðurs og á vegfarandann þar sem hann lá á götunni. Vegfarandinn sem ekið var á lést á Landspítala seinna um nóttina af völdum fjöláverka.

Skýrsla 10.12.2022
Umferðarsvið

Barónsstígur Grettisgata

Rafhlaupahjóli var ekið austur Grettisgötu að Barónsstíg. Einstefna er vestur Grettisgötu. Á sama tíma var Mercedes Benz hópbifreið ekið norður Barónsstíg. Ökumaður rafhlaupahjólsins varð fyrir hópbifreiðinni og lést samstundis.

Skýrsla 19.11.2022
Umferðarsvið

Strandgata Akureyri

Gangandi vegfarandi gekk eftir Hofsbót og inn á mið gatnamót Strandgötu og Hofsbótar. Á sama tíma var fólksbifreið ekið Strandgötu í vinstri beygju inn á Hofsbót. Vegfarandinn varð fyrir bifreiðinni á miðjum gatnamótunum. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
22-058U011T1 Bæta merkingar og aðgengi vegf.
22-058U011T2 Öryggisáætlun við framkvæmdir 09.08.2022
Umferðarsvið