Slysa- og atvikaskýrslur Síða 12

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Akrafjallsvegur 6. apríl 2013

Ökumaður jeppabifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir litla fólksbifreið með þeim afleiðinum að ökumaður fólksbifreiðarinnar lést. Harður árekstur varð á milli bifreiðanna og kastaðist fólksbifreiðin aftur um 12 til 13 metra. Ökumaður jeppabifreiðarinnar var ofurölvi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar og tillögur í öryggisátt varðandi akstur undir áhrifum áfengis.

Skýrsla 06.04.2013
Umferðarsvið

Suðurbyggðavegur við Skjöldólfsstaði 31. mars 2013

Slysið varð við heimreiðina að Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Ökumaður fjórhjóls ók austur Suðurbyggðaveg (nr.966) og hugðist beygja inn á heimreiðina að Skjöldólfsstöðum. Hann var með farþega á fjórhjólinu, þriggja ára stúlku, sem sat fyrir framan hann. Þegar ökumaður hugðist beygja jókst inngjöf og valt hjólið með þeim afleiðingum að stúlkan lést samstundis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir það fyrir forráðamönnum barna að þeir gæti varúðar, sýni ábyrgð og fylgi reglum sem um ökutækin gilda.

Skýrsla 31.03.2013
Umferðarsvið

Skeiðavegur við Brautarholt 25. mars 2013

Ökumaður dráttarvélar með áföstum ámoksturstækjum ók í veg fyrir jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt við Brautarholt á Skeiðum á Suðurlandi. Ámoksturstækin gengu langt inn í jeppabifreiðina með þeim afleiðingum að mikil aflögun varð inn í fólksrými hennar. Ökumaður jeppabifreiðarinnar lést í slysinu. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa er brýnt að settar verði reglur um umferð vinnuvéla með áföstum ámoksturstækjum.

Skýrsla 25.03.2013
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 austan við Silfrastaði 1. mars 2013

Ökumaður jeppabifreiðar, sem var á leið suður Norðurlandsveg missti stjórn á bifreið sinni og kastaðist útaf veginum til hægri. Valt bifreiðin og lést 12 ára drengur, sem var farþegi í aftursæti, í slysinu. Að mati RNSA má rekja orsök slyssins til vindhviðu og ökuhraða, Nefndin ítrekar ábendingar sínar um að ökumenn þurfi að draga úr ökuhraða í hvassviðri til að draga úr hættu á því að ökutæki þeirra fjúki. Nefndin bendir á skyldur vegfarenda til aðstoðar við umferðarslys en að sögn farþega óku nokkrir ökumenn framhjá slysstað og sinntu ekki aðstoð sem eftir var leitað.

Skýrsla 01.03.2013
Umferðarsvið