Slysa- og atvikaskýrslur Síða 12

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Þjóðvegur 1 austan við Silfrastaði 1. mars 2013

Ökumaður jeppabifreiðar, sem var á leið suður Norðurlandsveg missti stjórn á bifreið sinni og kastaðist útaf veginum til hægri. Valt bifreiðin og lést 12 ára drengur, sem var farþegi í aftursæti, í slysinu. Að mati RNSA má rekja orsök slyssins til vindhviðu og ökuhraða, Nefndin ítrekar ábendingar sínar um að ökumenn þurfi að draga úr ökuhraða í hvassviðri til að draga úr hættu á því að ökutæki þeirra fjúki. Nefndin bendir á skyldur vegfarenda til aðstoðar við umferðarslys en að sögn farþega óku nokkrir ökumenn framhjá slysstað og sinntu ekki aðstoð sem eftir var leitað.

Skýrsla 01.03.2013
Umferðarsvið