Slysa- og atvikaskýrslur Síða 3

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Hvalfjarðarvegur

Ökumaður pallbifreiðar ók suður Hvalfjarðarveg. Við félagsheimilið Félagsgarð missti hann stjórn á bifreiðinni í hálku með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veginn og valt. Einn farþegi var í bifreiðinni og köstuðust bæði ökumaður og farþegi út úr bifreiðinni í veltunni. Þeir voru ekki spenntir í öryggisbelti og lést farþeginn í slysinu.

Skýrsla 03.11.2021
Umferðarsvið

Kauptún Urriðaholtsstræti

Gangandi vegfarandi gekk út á akrein í veg fyrir bifreið. Vegfarandinn var ekki á merktri leið fyrir gangandi vegfarendur. Hann gerði sér sennilega ekki grein fyrir að á akreininni næst honum var grænt ljós fyrir akstursleið bifreiðarinnar, en á fjær akreininni var bifreið kyrrstæð á móti rauðu beygjuljósi. Vegfarandinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.   

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varhugaverð gatnamót
Hönnun á umferðarmannvirkjum fyrir alla vegfarendur 17.02.2021
Umferðarsvið

Seljaskógar Engjasel

Maður féll af reiðhjóli sínu og slasaðist alvarlega snemma morguns eða seint um nótt. Hann fannst liggjandi meðvitundarlaus við gangstíg milli Seljaskóga og Engjasels. Maðurinn lést nokkru síðar á sjúkrahúsi.

Skýrsla 16.01.2021
Umferðarsvið

Djúpvegur í Skötufirði

Bifreið var ekið út Skötufjörð í átt að Ísafirði. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þannig að hún snerist, rann út af veginum og valt niður í sjó. Tveir farþegar létust í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Áhættugreining aðgerða
Fjarlækningar og önnur ráð 16.01.2021
Umferðarsvið

Heydalsvegur Haffjarðardalsgil 4.10.2020

Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni og ók út af Heydalsvegi rétt handan við vegræsi. Ökumaðurinn reyndi að aka bifreiðinni aftur upp á veginn en tók ekki eftir vegræsinu og endastakst bifreiðin niður í hyl við ræsisopið. Tveir einstaklingar voru í bílnum og annar þeirra lést.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Vegræsi 04.10.2020
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur Stigá

Ökumaður á bifhjóli var á austurleið rétt vestan við Stigá. Stuttu áður en hann kom að brúnni byrjaði hjólið að skjálfa eða skakast til með þeim afleiðingum að ökumaðurinn missti stjórn á því, féll og rann eftir veginum. Hann rakst utan í bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt og kastaðist út fyrir veg. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hlífðarbúnaður bifhjólamanna 15.08.2020
Umferðarsvið

Norðausturvegur 23.7.2020

Ökumaður fólksbifreiðar ók ölvaður á ofsahraða norður Norðausturveg. Skammt sunnan við vegamótin að Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést í slysinu.

Skýrsla 23.07.2020
Umferðarsvið

2020-073-U010 Skeiðavegur við Stóru-Laxá

Síðdegis þann 10. júlí 2020 ók ökumaður á norðausturleið við vegamót Auðsholtsvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar yfir á rangan vegarhelming til að forðast aftanákeyrslu á bifreið við vegamótin þar sem ökumaður þeirra bifreiðar var að undirbúa vinstri beygju. Á sama tíma kom bifreið úr gagnstæðri átt og varð harður árekstur með þeim afleiðingum að ökumaðurinn sem ók á röngum vegarhelmingi lést af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.

Skýrsla 10.07.2020
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur 28.6.2020

Fjórum bifhjólum var ekið suður Vesturlandsveg. Ökumaður fremsta hjólsins missti stjórn á hjóli sínu á hálu nýlögðu malbiki og féll hjólið í götuna. Auk ökumanns var einn farþegi á hjólinu og runnu hjólið, ökumaðurinn og farþeginn yfir á rangan vegarhelming framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Bæði ökumaður og farþegi bifhjólsins létust í slysinu. Ökumaður næstfremsta bifhjólsins missti einnig stjórn á hjóli sínu vegna ástands malbiksins. Hann rann út af veginum og slasaðist. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Bindandi reglur um öryggisúttekt áður en opnað er fyrir almenna umferð
Malbiksframleiðslan stóðst ekki gæðakröfur
Útlögn malbiks 28.06.2020
Umferðarsvið

Reykjanesbraut við Dalveg 10.3.2020

Ökumaður undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja missti stjórn á bifreið sinni á frárein frá Reykjanesbraut að Dalvegi þegar ökumaður sem skipti um akrein ók í veg fyrir hann. Bifreiðin hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð með þeim afleiðingum að farþegi lét lífið af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla 10.03.2020
Umferðarsvið