Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Reykjanesbraut við Dalveg 10.3.2020
Ökumaður undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja missti stjórn á bifreið sinni á frárein frá Reykjanesbraut að Dalvegi þegar ökumaður sem skipti um akrein ók í veg fyrir hann. Bifreiðin hafnaði með hægri hlið á ljósastaur á mikilli ferð með þeim afleiðingum að farþegi lét lífið af völdum áverka sem af slysinu hlutust.
Skýrsla 10.03.2020Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík
Fólksbifreið sem ekið var vestur Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík rann í veg fyrir vörubifreið með snjótönn sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Skráning og eftirlit með snjómokstursbúnaði á ökutækjum 12.01.2020
Gámaslys á Vesturlandsvegi
Vörubifreið var ekið suður Vesturlandsveg í Kollafirði á sama tíma og gámaflutningabifreið með tengivagni var ekið úr gagnstæðri átt. Rétt áður en bifreiðarnar mættust féll gámur af tengivagninum í veg fyrir vörubifreiðina. Ökumaður vörubifreiðarinnar hlaut alvarlega áverka við áreksturinn. Tengivagninn sveiflaðist til aftan í gámabifreiðinni og rakst á fólksbifreið sem ekið var á eftir vörubifreiðinni. Ökumaður hennar hlaut einnig alvarlega áverka.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Reglugerð um frágang farms
Gámafestingar
Frágangur farms 10.01.2020
Viðborðssel 21.11.2019
Síðdegis þann 21. nóvember 2019 var ekið á gangandi vegfaranda á Suðurlandsvegi við Viðborðssel með þeim afleiðingum að hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.
Skýrsla 21.11.2019Snæfellsnesvegur við Gröf
Bifreið sem ekið var vestur Snæfellsnesveg var ekið út af veginum hægra megin þar sem hún valt í vegfláanum. Tveir farþegar köstuðust út úr bifreiðinni, báðir hlutu alvarlega áverka og lést annar þeirra á sjúkrahúsi.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Forvarnir um svefn og þreytu 12.10.2019
Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri
Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Farþegi í bifreiðinni sem ekið var yfir á rangan vegarhelming lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Að sögn beggja ökumannanna kom kröftug vindhviða á bifreiðarnar rétt fyrir slysið.
Skýrsla 15.09.2019Innstrandavegur við Hrófá 30.6 2019
Bifhjóli var ekið yfir blindhæð. Handan við hæðina voru kyrrstæðar bifreiðar á veginum í sömu akstursstefnu, í bið eftir að komast yfir einbreiða brú. Ökumaður bifhjólsins nauðhemlaði en féll af hjólinu og kastaðist aftan á öftustu bifreiðina við brúna. Lést hann á vettvangi.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Varhugavert vegstæði 30.06.2019
Ingjaldssandsvegur 27.6.2019
Ökumaður veghefils lést eftir að hann missti stjórn á heflinum við vinnu í brekku á Sandheiði á Ingjaldssandsvegi. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Varakerfi hemla- og stýrisbúnaðar vinnuvéla 27.06.2019
Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019
Ökumaður fólksbifreiðar ók of hratt og missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.
Skýrsla 23.04.2019Þjóðvegur 1 við Núpsvötn 27.12.2018
Ökumaður ók Toyota bifreið inn á brúna yfir Núpsvötn þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni.
Ökumaðurinn ók of hratt miðað við aðstæður og hámarkshraða á þessum stað. Bifreiðin fór upp á
vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan.
Þrír farþegar í bifreiðinni létust í slysinu og voru þeir ekki í öryggisbeltum eða með annan viðeigandi
öryggisbúnað.