Slysa- og atvikaskýrslur Síða 4

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Vestdalseyrarvegur Seyðisfirði 23.6.2015

Slysið varð á í norðanverðum Seyðisfirði seint um kvöld. Fólksbifreið var ekið suður veginn í átt að bænum þegar ökumaður missti stjórn á bifreiðinni til vinstri, að því er virðist snögglega og fór í hliðarskriði vestur útaf veginum. Bifreiðin valt niður bratta hlíð og hafnaði um 20 metrum fyrir neðan veginn. Farþegi í framsæti bifreiðarinnar kastaðist út úr henni og lést. Hann notaði ekki bílbelti. Ökumaður, 17 ára stúlka slasaðist alvarlega. Telur rannsóknarnefndin að ástand vegarins, ástand höggdeyfa bifreiðarinnar og reynsluleysi ökumanns séu samverkandi orsakaþættir slyssins. Gerir nefndin tvær tillögur í öryggisátt í skýrslunni, varðandi dæmingu höggdeyfa í aðalskoðun og ástand og hámarkshraða á malarvegum. Þá beinir nefndin því til ökumanna og farþega að nota ávallt bílbelti.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Vestdalseyrarvegur
Vestdalseyrarvegur (1) 23.06.2015
Umferðarsvið

Brú yfir Vatnsdalsá 18.8.2015

Brú yfir Vatnsdalsá við bæinn Grímstungu hrundi undan þunga vörubifreiðar með festivagn. Rannsókn málsins leiddi í ljós að þungi vagnlestarinnar var vel yfir leyfðri heildarþyngd ökutækja á brúnni. Við rannsóknina komu einnig í ljós ýmsir annmarkar á öryggismálum og gerir nefndin þrjár tillögur í öryggisátt sem birtar eru í skýrslunni.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Brú yfir Vatnsdalsá
Brú yfir Vatnsdalsá (1)
Brú yfir Vatnsdalsá (2) 18.08.2015
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur Hólá

Um miðjan dag 26. desember 2015 varð harður árekstur milli tveggja bílaleigubifreiða á einbreiðri brú yfir Hólá í Öræfum. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa sýndi annar ökumannanna af sér mikla óvarkárni þegar hann ók allt of hratt að brúnni án þess að sjá nægjanlega fram á veginn og olli árekstrinum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar lést í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt varðandi einbreiðar brýr á þjóðvegum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Suðurlandsvegur Hólá
Suðurlandsvegur Hólá (1) 26.12.2015
Umferðarsvið

Útnesvegur við Hellissand

Að morgni 28. maí missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Útnesvegi við Hellissand með þeim afleiðingum að hún valt. Í bílnum voru fimm farþegar. Farþegi í framsæti lést í slysinu og annar farþegi kastaðist út úr bifreiðinni og hlaut lífshættulega fjöláverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt í skýrslunni varðandi yfirborðsmerkingar og merkingar hámarkshraða.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Útnesvegur við Hellissand
Útnesvegur við Hellissand (1) 28.05.2015
Umferðarsvið

Ólafsfjarðarvegur við Hámundastaðaháls 17.3.2014

Tvær bifreiðar, Volkswagen Polo og Toyota Hilux, rákust saman á Ólafsfjarðarvegi þegar ökumaður Toyota Hilux bifreiðarinnar ók yfir á rangan vegarhelming í þeim tilgangi  að aka fram úr snjóruðningstæki á ferð. Nokkuð kóf var undan tönn snjómoksturstækisins í aðdraganda slyssins og aðstæður til framúraksturs voru slæmar. Í árekstrinum lést kona, farþegi í aftursæti Volkswagen Polo bifreiðarinnar. Beinir RNSA því til ökumanna að gæta vel að sér við framúrakstur svo þeir valdi ekki slysum.

Skýrsla 17.03.2014
Umferðarsvið

Hafnarvegur við Stekkakeldu

Síðdegis 28. ágúst 2014 var sendibifreið ekið aftan á fólksbifreið sem numið hafði staðar á Hafnarvegi. Við áreksturinn snérist sendibifreiðin á hlið og rann framan á vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður sendibifreiðarinnar lést í slysinu. Í skýrslunni birtir Rannsóknarnefnd samgönguslysa nokkrar tillögur í öryggisátt sem lesa má aftast í skýrslunni.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hafnarvegur við Stekkakeldu
Hafnarvegur við Stekkakeldu (1)
Hafnarvegur við Stekkakeldu (2) 28.08.2014
Umferðarsvið

Biskupstungnabraut Alviðra

Að kvöldi 9. apríl 2015 missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á henni í mikilli hálku með þeim afleiðingum að hún rann út af Biskupstungnabraut sunnan við Alviðru og valt. Í veltunni köstuðust tveir farþegar út úr bifreiðinni og lést annar þeirra í slysinu. Sá sem lést hafði verið í farangursrými bifreiðarinnar. Farþegar voru fimm, einum fleiri en bifreiðin var gerð fyrir. Í skýrslunni er tillaga í öryggisátt varðandi skoðunarhandbók ökutækja og ábendingar um notkun öryggisbelta og akstur við vetraraðstæður. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Biskupstungnabraut Alviðra 09.04.2015
Umferðarsvið

Reykjanesbraut við Stekk 14.11.2013

Slysið varð síðla dags 14. nóvember 2013. Gangandi vegfarandi gekk frá verslunarkjarnanum við Fitjar í Reykjanesbæ, yfir Reykjanesbraut. Var hún komin yfir miðja Reykjanesbraut á leið yfir akrein fyrir umferð austur brautina þegar hún gekk í veg fyrir bifreið sem ekið var í þá átt. Vegfarandinn hlaut lífshættulega áverka og lést 16 dögum eftir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa áréttar að ökumenn dragi úr ferð og aki undir hámarkshraða í slæmu skyggni og á blautum vegi þar sem þá er mun erfiðara að sjá gangandi vegfarendur og bregðast við óvæntum atvikum. Jafnframt áréttar nefndin að gangandi vegfarendur séu ávallt með endurskinsmerki og sýni aukna varúð við vegi í slæmu skyggni.

Skýrsla 14.11.2013
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Rauðavatn 10.8.2013

Smart fólksbifreið var dregin af BMW fólksbifreið austur Suðurlandsveg. Smart bifreiðin var ekki í dráttarhæfu ástandi. Dráttartóg var milli bifreiðanna og byrjaði Smart bifreiðin að rása og sveiflast til í drætti. Fór hún yfir á öfugan veghluta og hafnaði framan á vinstra framhorni hópbifreiðar með þeim afleiðingum að 24 ára karlmaður lést í slysinu. Driföxlar Smart bifreiðarinnar voru ekki á sínum stað, en þeir gegna m.a. því hlutverki að halda hjólalegu saman á hjólnafinu. Sökum þessa var hjólabúnaður að aftan ekki fastur undir bifreiðinni og losnuðu báðir hjólbarðarnir undan rétt fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til allra þeirra sem hafa með flutning ökutækja að gera að gæta vel að ástandi ökutækjanna svo forða megi að viðlíka slys verði aftur.

Skýrsla 10.08.2013
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Kjartansstaði 7.8.2013

Slysið varð síðdegis á Suðurlandsvegi austan við Kjartansstaði. Ökumaður Toyota Hiace sendibifreiðar ók austur Suðurlandsveg frá Selfossi. Að sögn vitna rásaði bifreiðin á veginum og stefndi yfir á öfugan vegarhelming. Ökumaður fólksbifreiðar með fellihýsi sem ók vestur Suðurlandsveg sá bifreiðina koma á móti sér og vék frá og slapp við árekstur. Fyrir aftan fólksbifreiðina með fellihýsið var Iveco vörubifreið og hafnaði Toyota sendibifreiðin framan á henni. Ökumaður Toyota sendibifreiðarinnar slasaðist lífshættulega í árekstrinum og lést vegna áverka sem hann hlaut í slysinu.

Skýrsla 07.08.2013
Umferðarsvið