Slysa- og atvikaskýrslur Síða 4

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Snæfellsnesvegur við Gröf

Bifreið sem ekið var vestur Snæfellsnesveg var ekið út af veginum hægra megin þar sem hún valt í vegfláanum. Tveir farþegar köstuðust út úr bifreiðinni, báðir hlutu alvarlega áverka og lést annar þeirra á sjúkrahúsi.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Forvarnir um svefn og þreytu 12.10.2019
Umferðarsvið

Borgarfjarðarbraut við Grjóteyri

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Farþegi í bifreiðinni sem ekið var yfir á rangan vegarhelming lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Að sögn beggja ökumannanna kom kröftug vindhviða á bifreiðarnar rétt fyrir slysið.

Skýrsla 15.09.2019
Umferðarsvið

Innstrandavegur við Hrófá 30.6 2019

Bifhjóli var ekið yfir blindhæð. Handan við hæðina voru kyrrstæðar bifreiðar á veginum í sömu akstursstefnu, í bið eftir að komast yfir einbreiða brú. Ökumaður bifhjólsins nauðhemlaði en féll af hjólinu og kastaðist aftan á öftustu bifreiðina við brúna. Lést hann á vettvangi.  

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varhugavert vegstæði 30.06.2019
Umferðarsvið

Ingjaldssandsvegur 27.6.2019

Ökumaður veghefils lést eftir að hann missti stjórn á heflinum við vinnu í brekku á Sandheiði á Ingjaldssandsvegi. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Varakerfi hemla- og stýrisbúnaðar vinnuvéla 27.06.2019
Umferðarsvið

Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019

Ökumaður fólksbifreiðar ók of hratt og missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Skýrsla 23.04.2019
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 við Núpsvötn 27.12.2018

Ökumaður ók Toyota bifreið inn á brúna yfir Núpsvötn þar sem hann missti stjórn á bifreiðinni.


Ökumaðurinn ók of hratt miðað við aðstæður og hámarkshraða á þessum stað. Bifreiðin fór upp á
vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan.


Þrír farþegar í bifreiðinni létust í slysinu og voru þeir ekki í öryggisbeltum eða með annan viðeigandi
öryggisbúnað.

Skýrsla 27.12.2018
Umferðarsvið

Borgarfjarðarbraut Flókadalsá

Ökumaður pallbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum og valt. Ökumaðurinn, sem var undir áhrifum áfengis, lést í slysinu.

Skýrsla 11.11.2018
Umferðarsvið

Reykjanesbraut Tjarnarvellir

Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í veg fyrir fólksbifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Sennilega  sofnaði ökumaðurinn við aksturinn. Farþegi í sömu bifreið, var ekki spenntur í öryggisbelti og lést af áverkum sem af slysinu hlutust.

Skýrsla 28.10.2018
Umferðarsvið

Þingvallavegur við Æsustaði 21.7.2018

Ökumaður Mitsubishi bifreiðar ók fram úr nokkrum bifreiðum á Þingvallavegi á akrein fyrir umferð úr gagnstæðri átt og ók hann aftan á Suzuki bifreið. Ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var að taka vinstri beygju út af veginum. Farþegi í Suzuki bifreiðinni lést í slysinu.

Skýrsla 21.07.2018
Umferðarsvið

Djúpvegur Hestfirði

Ökumaður sendibifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn ofan í vatnsrás við veginn. Ökumaðurinn lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Grjóthrun og öryggissvæði 13.06.2018
Umferðarsvið