Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Reykjanesbraut Tjarnarvellir
Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í veg fyrir fólksbifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Sennilega sofnaði ökumaðurinn við aksturinn. Farþegi í sömu bifreið, var ekki spenntur í öryggisbelti og lést af áverkum sem af slysinu hlutust.
Skýrsla 28.10.2018Þingvallavegur við Æsustaði 21.7.2018
Ökumaður Mitsubishi bifreiðar ók fram úr nokkrum bifreiðum á Þingvallavegi á akrein fyrir umferð úr gagnstæðri átt og ók hann aftan á Suzuki bifreið. Ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var að taka vinstri beygju út af veginum. Farþegi í Suzuki bifreiðinni lést í slysinu.
Skýrsla 21.07.2018Djúpvegur Hestfirði
Ökumaður sendibifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn ofan í vatnsrás við veginn. Ökumaðurinn lést í slysinu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Grjóthrun og öryggissvæði 13.06.2018
Ólafsfjarðarvegur við Freyjulund
Ökumaður hópbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Þegar bifreiðin var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar. Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Reglur um mat á andlegu og líkamlegu hæfi
Hættulegt vegumhverfi 05.06.2018
Vesturlandsvegur við Enni
Fólksbifreið var ekið yfir á rangan vegarhelming í framúrakstri beint framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem ók yfir á rangan vegarhelming lést í slysinu. Í hinni bifreiðinni voru átta farþegar auk ökumanns, þar af sjö á barnsaldri. Allir hlutu einhver meiðsli og fjögur þeirra hlutu mikil meiðsli.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Styrkur sæta og sætafesta 04.06.2018
Suðurlandsvegur vestan Markarfljóts
Mercedes Benz bifreið var ekið vestur Suðurlandsveg skammt vestan við Markarfljót þegar Kia
bifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg var ekið yfir á rangan vegarhelming og framan á
Mercedes Benz bifreiðina. Ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar lést í slysinu en ökumaður og
farþegar Kia bifreiðarinnar hlutu ekki lífshættulega áverka.
Suðurlandsvegur við Höfðabrekku
Toyota Yaris bifreið ekið vestur Suðurlandsveg að Höfðabrekku.
Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu.
Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum.
Að sögn björgunaraðila, sem kallaðir voru til vegna slyssins, var mjög hvasst þegar þeir komu á vettvang.
Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést
af völdum áverka sem hann hlaut.
Tillaga í öryggisátt:
Úttekt á þjóðveginum skammt frá Höfðabrekku 04.04.2018
Lyngdalsheiðarvegur
Nissan bifreið á leið vestur Lyngdalsheiðarveg var ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir vörubifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi í Nissan bifreiðinni létust í slysinu.
Sennilegt er að ökumaður Nissan bifreiðarinnar hafi sofnað eða misst athygli frá akstrinum af óþekktum ástæðum.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Burðarþyngd hjólbarða 08.03.2018
Suðurlandsvegur við Bitru
Ökumaður Subaru bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að
bifreið hans fór yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir Ford bifreið sem ekið var úr
gagnstæðri átt. Bifreiðarnar lentu saman í hörðum árekstri og lést ökumaður Subaru
bifreiðarinnar vegna fjöláverka.
Tillaga í öryggisátt:
Tillaga um breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja 11.01.2018
Vesturlandsvegur við Hvamm
Ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu.
Skýrsla 03.01.2018