Slysa- og atvikaskýrslur Síða 5

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Norðausturvegur við Kvistás 28. september 2013

Ökumaður fólksbifreiðar á leið austur Norðausturveg ók útaf veginum og endastakkst bifreiðin. Ökumaður kastaðist út úr bílnum en hann notaði ekki bílbelti. Hann hlaut mikla höfuð- og hálsáverka við slysið. Við rannsókn kom fram að ökumaður var verulega ölvaður og telur nefndin sennilegt að ölvunarástand hafi valdið slysinu. Of mörg dæmi eru um slys af þessum toga og brýnt að allir taki afstöðu gegn ölvunarakstri. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður hefði lifað slys af hefði hann notað bílbelti.

Skýrsla 28.09.2013
Umferðarsvið

Hellisheiði 29. desember 2013

Síðdegis þann 29. desember 2013 lentu tvær bifreiðar í harðri framanákeyrslu á Suðurlandsvegi uppi á Hellisheiði. Þeim bifreiðum var ekið á eftir öðrum bifreiðum með stuttu millibili. Ökumenn fremri bifreiðanna náðu að forða árekstri sín á milli. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar lést af völdum áverka sinna á spítala daginn eftir. Það er niðurstaða rannsóknar á slysinu að bifreiðunum sem lentu saman í árekstrinum hafi verið ekið of nálægt bifreiðum sem á undan þeim fóru. Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á mikilvægi þess að ökumenn gæti að hæfilegu bili á milli bifreiða í akstri. Í tillögu í öryggisátt er mikilvægi aðgreiningar akstursátta á Suðurlandsvegi áréttað og bent á nauðsyn þess að yfirborsmerkingar séu góðar.

Skýrsla 29.12.2013
Umferðarsvið

Suðurbyggðavegur við Skjöldólfsstaði 31. mars 2013

Slysið varð við heimreiðina að Skjöldólfsstöðum í Breiðdal. Ökumaður fjórhjóls ók austur Suðurbyggðaveg (nr.966) og hugðist beygja inn á heimreiðina að Skjöldólfsstöðum. Hann var með farþega á fjórhjólinu, þriggja ára stúlku, sem sat fyrir framan hann. Þegar ökumaður hugðist beygja jókst inngjöf og valt hjólið með þeim afleiðingum að stúlkan lést samstundis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir það fyrir forráðamönnum barna að þeir gæti varúðar, sýni ábyrgð og fylgi reglum sem um ökutækin gilda.

Skýrsla 31.03.2013
Umferðarsvið

Skeiðavegur við Brautarholt 25. mars 2013

Ökumaður dráttarvélar með áföstum ámoksturstækjum ók í veg fyrir jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt við Brautarholt á Skeiðum á Suðurlandi. Ámoksturstækin gengu langt inn í jeppabifreiðina með þeim afleiðingum að mikil aflögun varð inn í fólksrými hennar. Ökumaður jeppabifreiðarinnar lést í slysinu. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa er brýnt að settar verði reglur um umferð vinnuvéla með áföstum ámoksturstækjum.

Skýrsla 25.03.2013
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 austan við Silfrastaði 1. mars 2013

Ökumaður jeppabifreiðar, sem var á leið suður Norðurlandsveg missti stjórn á bifreið sinni og kastaðist útaf veginum til hægri. Valt bifreiðin og lést 12 ára drengur, sem var farþegi í aftursæti, í slysinu. Að mati RNSA má rekja orsök slyssins til vindhviðu og ökuhraða, Nefndin ítrekar ábendingar sínar um að ökumenn þurfi að draga úr ökuhraða í hvassviðri til að draga úr hættu á því að ökutæki þeirra fjúki. Nefndin bendir á skyldur vegfarenda til aðstoðar við umferðarslys en að sögn farþega óku nokkrir ökumenn framhjá slysstað og sinntu ekki aðstoð sem eftir var leitað.

Skýrsla 01.03.2013
Umferðarsvið

Kársnesbraut Urðarbraut

Börnum í öðrum bekk í Snælandsskóla í Kópavogi var ekið í hópbifreið að sundlaug Kópavogs í skólasund. Þegar bifreiðin beygði frá Kársnesbraut upp Urðarbraut féll barn, sem sat aftast, út úr bifreiðinni þegar neyðarhurð opnaðist skyndilega. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt sem lesa má neðst í skýrslunni.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Kársnesbraut Urðarbraut 8.12.2014
Kársnesbraut Urðarbraut 8.12.2014 (2) 08.12.2014
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur, brú við Fornahvamm

Um klukkan 12:30 þann 12. janúar 2014 lentu tvær bifreiðar í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi við Fornahvamm. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni þegar henni var ekið yfir skafl sem myndast hafði við vegriðsenda við brú yfir Norðurá með þeim afleiðingum að hún snerist á veginum og hægri hlið hennar lenti framan á vöruflutningabifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar létust af völdum lífhættulegra áverka sem af slysinu hlutust. Ökumaðurinn var 18 ára karlmaður og farþeginn var 16 ára stúlka.

Skýrsla 12.01.2014
Umferðarsvið