Hafnarvegur við Stekkakeldu (1)

Hafnarvegur við Stekkakeldu (1)

Umferð
Nr. máls: 2014-U012
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 16.02.2016

Tillaga í öryggisátt

Hemlar eftirvagna Í nokkrum slysum sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur rannsakað hefur komið í ljós að hemlar eftirvagna vörubifreiða hafa verið í ólagi. Í október 2007 var farið í sérstakt umferðareftirlit með vörubifreiðum og niðurstöður úr því eftirliti voru að af 10 festi- og tengivögnum voru einungis tveir í fullkomnu lagi, sjö fengu endurskoðun og tveir lagfæringu. Bendir þessi niðurstaða sem og niðurstöður úr rannsóknum banaslysa að viðhaldi og eftirliti sé ábótavant. Í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Eyrarbakkavegi við Kaldaðarnesveg í apríl 2008 birti nefndin ábendingu varðandi þetta atriði og ítrekar nú mikilvægi þess að reglulega sé fylgst með ástandi eftirvagna. Nefndin hvetur eigendur til að skoða verklag hjá sér sem og til þess að vegaeftirlit Lögreglunnar taki þetta atriði til sérstakrar skoðunar.

Afgreiðsla

Í svarbréfi Lögreglustjóranna á Norðurlandi eystra, Suðurlandi og Vesturlandi, dagsettu 3. maí 2016, er lagt til að keyptur verði færanlegur rúlluhemlaprófari til notkunar fyrir vegaeftirlit lögreglu. Einnig er lagt til að eigendum stærri ökutækja og bifreiða sem notaðar eru í atvinnuskyni verði gert að færa þær til skoðunar á 40.000 km fresti, eða að lágmarki tvisvar á ári. Útprentun á hemlaprófi verði látið fylgja skoðunarvottorði og fjölga þurfi eftirlitsstöðum vegaeftirlitsins sem og að lagfæra þurfi núverandi staði.