Suðurlandsvegur Hólá (1)

Suðurlandsvegur Hólá (1)

Umferð
Nr. máls: 2015-177U023
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 06.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Betri merkingar við einbreiðar brýr

Þó svo að markvisst verði unnið að því að fækka einbreiðum brúm þá mun verkefnið taka nokkurn tíma. Mikil fjölgun hefur orðið á komum erlendra ferðamanna á undanförnum árum og spár gera ráð fyrir áframhaldandi aukningu ferðamanna. Á örfáum árum hefur umferð yfir brúna yfir Hólá aukist hratt, sennilega mest vegna fjölgunar erlendra ferðamanna. Meðaltalsumferð á sólarhring að vetrarlagi var rétt rúmlega 100 ökutæki árið 2011 en tæplega 300 árið 2015. Meðaltalsumferð að sumarlagi á sólarhring árið 2015 voru tæp 1300 ökutæki. Því er nokkuð ljóst að á komandi árum mun mikill fjöldi ökumanna, sem ekki eru staðkunnugir og hafa jafnvel aldrei áður ekið yfir einbreiðar brýr á þjóðvegum, aka um vegi landsins.

Af þeim sökum er afar mikilvægt að merkja einbreiðar brýr vel, með góðum fyrirvara og jafnvel lækka hámarkshraða. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til veghaldara að yfirfara þessi mál með erlenda ferðamenn í huga.  

Afgreiðsla

Í svarbréfi Vegagerðarinnar dagsett 18. nóvember 2016 kemur fram að nú þegar hefur verið brugðist við með því að bæta við merkingum í 500 metra fjarlægð og blikkljósum fjölgað við einbreiðar brýr. Merkin hafa verið stækkuð, endurskin aukið og yfirborðsmerkingar yfirfarnar. Sérstök áhersla er lögð á brýr á Suðurlandsvegi að Höfn í Hornafirði í ljósi mikillar aukningar á umferð á þeim vegkafla en áfram verður unnið að sambærilegum breitingum víðar á landinu í framhaldinu.