Hvítársíðuvegur
Tillaga í öryggisátt
Fræðsla til leigutaka
Samkvæmt upplýsingum frá bifhjólaleigu sem hjólið var leigt hjá, eru allir leigutakar uppfræddir um þær aðstæður sem búast má við á íslenskum vegum. Samgöngustofa hefur útbúið stutt fræðslumyndskeið um hættur við akstur bifhjóla og akstur í lausamöl og hálku sem koma m.a. inn á atriði sem mikilvægt er fyrir ökumenn bifhjóla að hafa í huga við akstur á íslenskum þjóðvegum. Þau myndskeið eru á íslensku. Útbúið hefur verið fræðslumyndskeið sérstaklega fyrir erlenda ferðamenn við akstur bifreiða en ekki hefur verið útbúið fræðsluefni sem beint er sérstaklega til erlendra ferðamanna sem ferðast á bifhjólum.
RNSA leggur til að útbúið verði fræðsluefni til að uppfræða erlenda ferðamenn á bifhjólum um aðstæður á íslenskum vegum. Tillögunni er beint til Samgöngustofu.