Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (1)

Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (1)

Umferð
Nr. máls: 2016-056U012
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 20.11.2017

Tillaga í öryggisátt

Öryggi vegarins

Veglínan er hættuleg, bæði er brekkan brött og eins er beygjan neðst kröpp og hátt fall fram af veginum. Við rannsókn á slysinu kom fram að reglulega lenda ökumenn í vandræðum í þessari beygju og keyra á vegriðið. Þegar þetta slys varð var vegriðið mikið skemmt eftir fyrri slys.

Vegriðið hefur bjargað mörgum frá því að lenda út af veginum og niður brattan vegfláann þó svo að óvíst sé að óskemmt vegrið hefði haldið þeirri þungu vagnlest sem hér um ræðir. Mörg þessara slysa hafa verið án meiðsla, en í ljósi þeirra og þess slyss sem hér er um fjallað leggur nefndin til við veghaldara að gerðar verði úrbætur á veginum til að auka öryggi vegfarenda.

Afgreiðsla

Í bréfi dags. 27. nóvember frá veghaldara kemur fram að gerð hefur verið tillaga að nýrri veglínu. Einnig kemur fram í bréfinu að í þingsályktunartillögu um samgönguáætlun fyrir árið 2015 - 2016 er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa verks á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2023 -2016.