Aðgreining akstursátta

Aðgreining akstursátta

Umferð
Nr. máls: 2016-148U025
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 31.01.2018

Tillaga í öryggisátt

Búið er að aðgreina akstursáttir að mestu á Vesturlandsvegi frá Ártúnsbrekku að Þingvallavegi. Einstaka vegkaflar á þessari leið eru þó ennþá með óaðgreindar akstursáttir þar á meðal vegkaflinn þar sem slysið átti sér stað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til við veghaldara að aðgreina akstursáttir á Vesturlandsvegi á þessum stað.

Afgreiðsla

Í bréfi dags. 26. febrúar frá veghaldara kemur fram að veghaldari hafi lagt til að breikkun á vegkafla sem um ræðir og aðgreiningu akstursstefna hefjist  á tímabili þeirrar fjögurra ára samgönguáætlunar sem nú er í undirbúningi.