Hjálmanotkun reiðhjólamanna
Tillaga í öryggisátt
Um það bil 70 til 75% banaslysa hjólreiðamanna eru af völdum höfuðáverka[1]. Höfuðáverkar eru algeng ástæða fyrir örorku sem leggur mikið á hinn slasaða og hans nánustu sem og samfélagið í heild. Í nýlegri viðamikilli samanburðarrannsókn á niðurstöðum fjölda rannsókna frá mörgum löndum á áhrifum hjálma á höfuðmeiðsli í reiðhjólaslysum kemur í ljós að hlutfall þeirra sem urðu fyrir höfuðmeiðslum var að meðaltali helmingi minna meðal þeirra sem voru með hjálm en hjá þeim sem voru án hjálms. Öryggisáhrif hjálma mælast meiri fyrir alvarleg höfuðmeiðsl. Hlutfall þeirra sem urðu fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum, þ.m.t. banaslysum, var að meðaltali 69% lægra meðal þeirra sem voru með hjálm en þeirra sem ekki voru með hjálm[2]. Í þessu slysi hlaut hjólreiðamaðurinn banvæna höfuðáverka. Hann var ekki með hjálm.
Reiðhjólahjálmar veita vernd gegn höfuðáverkum og hvetur Rannsóknarnefnd samgönguslysa reiðhjólamenn til að nota ávallt viðurkennda reiðhjólahjálma við hjólreiðar.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að endurskoða reglur með tilliti til hjálmaskyldu fyrir allt hjólreiðafólk.
[1] WHO, 2006: „Helmets: A road safety manual for decision-makers and practitioners“ Geneva, Sviss.
NHTSA, 2008: „Traffic Safety Facts: Bicycle Helmet Use Laws“ Washington, D.C., National Highway Traffic Safety Administration, 2008 (DOT HS-810-886W).
[2] Olivier, Creighton, 2017: „Bicycle injuries and helmet use: a systematic review and meta-analysis.“ International Journal of Epidemiology, Volume 46, Issue 1. Oxford University Press.