Ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri

Ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri

Umferð
Nr. máls: 2016-058U013
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 26.01.2018

Tillaga í öryggisátt

Akstur undir áhrifum, vímuefna, og lyfja er verulegt vandamál hér á landi eins og víða annars staðar. Af 18 banaslysum ársins 2016 voru fimm þeirra orsökuð undir áhrifum lyfja, fikniefna eða áfengis. Þrjú þeirra voru orsökuð af ökumönnum undir áhrifum lyfja- og eða fíkniefna og í tveimur slysum til viðbótar voru ökumenn ölvaðir. Nefndin ítrekar tillögu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem birt var 29. maí 2013 í skýrslu um banaslys sem varð á þjóðvegi 1 á Hrútafjarðarhálsi 23. mars 2012.


Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa er brýnt að rannsaka hvaða úrræði hafa gefist vel í öðrum löndum og leitt geta til breyttrar hegðunar ökumanna sem aka ítrekað undir áhrifum áfengis og/eða lyfja. Nefndin hefur hér helst í huga meðferðarúrræði og námskeið, undir virkri stjórnun og eftirliti, sem nýjan valkost í refsivörslukerfinu. Rannsaka ber hver viðurlög eru við ölvunar-, lyfja- og fíkniefnaakstri og refsiframkvæmdina og hvort þörf sé á nýjum úrræðum. Leggur RNSA til að Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið skipi hóp fagaðila á sviði réttarfars og refsivörslu og meðferðar við áfengis- og fíkniefnasýki, sem falið verði að vinna tillögur til sóknar gegn þessari vá í umferðinni.

Afgreiðsla

 

Í bréfi dagsettu 16. apríl 2018 var Rannsóknarnefnd samgönguslysa tilkynnt um að ráðherra hafi fallist á tillögu nefndarinnar um að hópur fagaðila á sviði réttarfars og refsivörslu og meðferðar við áfengis- og fíkniefnasýki verði skipaður