23-043U007T1. Hlífðarbúnaður bifhjólafólks

23-043U007T1. Hlífðarbúnaður bifhjólafólks

Umferð
Nr. máls: 2023-043U037
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 24.09.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Samgöngustofu að auka fræðslu um hlífðarbúnað bifhjólafólks.

Hjálmar veita vernd og mikilvægt er fyrir bifhjólafólk að vera ávallt með viðurkenndan hjálm á höfði. Ýmiss annar viðurkenndur búnaður veitir bifhjólafólki aukna vernd gegn áverkum í slysum. Hægt er að verða sér út um sérhannaðan hlífðarbúnað, svo sem buxur, jakka, brynjur, hanska og skó. Ef sá hlífðarbúnaður er CE merktur uppfyllir hann að öllu jöfnu staðla um hlífðarbúnað fyrir bifhjólafólk. Mikilvægt er að koma fræðslu á framfæri um slíkan búnað og hvetja enn frekar til notkunar á honum.

Afgreiðsla

Samgöngustofa tekur undir með RNSA um mikilvægi þess að efla fræðslu og hvetja til notkunar rétts öryggis- og hlífðarbúnaðar bifhjólafólks.  Á vordögum 2025 verður staðið  fyrir fjölmiðlaumfjöllun um öryggisbúnað bifhjólafólks og hefur Samgöngustofa þegar fengið til liðs við sig fyrirmynd í þeim efnum. Þá er ætlunin að koma á framfæri skilaboðum um mikilvægi öryggis- og hlífðarbúnaðar fram að árlegum vorfagnaði bifhjólafólks.