23-043U007T2. Skoðun bifhjóla

23-043U007T2. Skoðun bifhjóla

Umferð
Nr. máls: 2023-043U037
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 24.09.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Samgöngustofu að yfirfara og vinna umbætur á  skoðunarhandbók  gagnvart skoðun bifhjóla. 

RNSA telur ástæðu til þess að Samgöngustofa endurskoði þann hluta skoðunarhandbókar ökutækja sem snýr að skoðunum bifhjóla. Æskilegt er að bifhjól séu skoðuð með sambærilegum hætti og stór ökutæki þar sem sérþjálfaðir skoðunarmenn framkvæma skoðun með sérhæfðum tækjabúnaði. Slík aðstaða og þekking myndi auðvelda og bæta skoðanir bifhjóla. Nefndin leggur áherslu á að uppfærsla skoðunarhandbókar snúi meðal annars að skoðun á legubúnaði. Einnig að settar verði kröfur um hámarksaldur og lágmarks loftþrýsting hjólbarða bifhjóla. Þá telur nefndin að mikilvægt sé að setja í skoðunarhandbók ramma um breytingar sem gerðar eru á bifhjólum sem og ásetningu aukahluta.

Afgreiðsla

Samgöngustofa tekur undir með Rannsóknarnefnd samgönguslysa mikilvægi þess að yfirfara og vinna umbætur á skoðunarhandbók gagnvart skoðun bifhjóla. Verða skoðaðar breytingar á kröfum um sérhæfðan tækjabúnað til skoðunar bifhjóla og hvort mögulegt sé að setja skilyrði um athugun loftþrýstings. Einnig er ætlunin að skerpa á þeim atriðum í skoðunum sem snúa að breytingum á bifhjólum og ásetningu aukahluta.