23-046U008 T08. Notkun riffla á vegum

23-046U008 T08. Notkun riffla á vegum

Umferð
Nr. máls: 2023-046U008
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 13.05.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt.

Þar sem breidd vega og tegund bundins slitlags gefa tækifæri til fræsunar á rifflum telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að það ætti að gera. Umferðarrannsóknir sem snúa að notkun riffla á vegum sýna ávallt jákvæðar niðurstöður gagnvart umferðaröryggi.

Afgreiðsla

Vegagerðin fór yfir aðstæður í kjölfar umrædds slyss eins og gert ráð fyrir í verklagi þegar
alvarleg slys verða á vegakerfinu. Á Þrengslavegi höfðu vegaxlir verið metnar of mjóar til að
koma fyrir vegrifflum í kanti en hins vegar voru vegrifflur í miðju vegar. Í kjölfar slyssins var
hins vegar árið 2024 bætt við vegrifflum í kanti.

Í kjölfar yfirferðar Vegagerðarinnar var lagt til að ákvæði veghönnunarreglna um vegrifflur
yrðu yfirfarin og endurskoðuð, m.a. varðandi skilyrði um lágmarksvegbreidd og gerð og
breidd kantrifflna. Jafnframt var lagt til að skýrt yrði nánar í veghönnunarreglum hvenær
ætti að setja vegrifflur í yfirborð. Einnig var sett af stað rannsóknaverkefni á vegum
rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar og er gert ráð fyrir að niðurstöður þess verkefnis geti verið
grundvöllur fyrir breytingum á veghönnunarreglum. Gera má ráð fyrir að því verkefni verði
lokið fyrri hluta árs 2025 og að endurskoðuð ákvæði í veghönnunarreglum verði orðin virk
fyrir lok árs 2025.

Auk fyrirhugaðra breytinga á veghönnunarreglum þá hefur Vegagerðin nú þegar fræst
vegrifflur í allnokkra malbikaða vegi sem nú eru í notkun og mun halda því áfram og árið
2024 voru m.a. fræstar vegrifflur á Hringvegi frá Hvalfjarðargöngum að Borgarnesi.