23-046U008 T08. Notkun riffla á vegum
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að fræsa rifflur í yfirborð vega þar sem aðstæður og tegund bundins slitlags býður upp á slíkt.
Þar sem breidd vega og tegund bundins slitlags gefa tækifæri til fræsunar á rifflum telur Rannsóknarnefnd samgönguslysa að það ætti að gera. Umferðarrannsóknir sem snúa að notkun riffla á vegum sýna ávallt jákvæðar niðurstöður gagnvart umferðaröryggi.