23-071U015T01. Öryggisáætlun við framkvæmdir

23-071U015T01. Öryggisáætlun við framkvæmdir

Umferð
Nr. máls: 2023-071U015
Staða máls: Opin
Farðu í skýrslu 08.01.2025

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Hafnarfjarðarbæjar að við framkvæmdir sem eru á eða við akbraut þá sé tryggt að unnin sé öryggisáætlun sem verndar umferð óvarinna vegfarenda gegn umferð þungra ökutækja og henni sé fylgt eftir með viðeigandi aðgerðum.

Fram kemur í reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir nr. 492/2009 að veghaldari ber ábyrgð á veghaldi vegar og öllum þeim vegmerkingum og útbúnaði sem er til staðar í því vegakerfi sem hann hefur umsjón með og rekur.

Þá segir í sömu reglugerð að áður en framkvæmdir hefjast á og við veg skuli verktaki gera ítarlega öryggisáætlun þar sem lýst er nauðsynlegum öryggisráðstöfunum vegna framkvæmdanna. Þar komi meðal annars fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir. Þá skal verktaki bera öryggisáætlun undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði og hjá lögreglu í viðkomandi lögsagnarumdæmi. Í þessu tilviki var umferð atvinnutækja um syðri hluta Ásvalla vegna byggingarframkvæmda á tveimur aðskildum byggingasvæðum blandað saman við umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem meðal annars voru á leið til og frá íþróttamiðstöð, sparkvöllum og sundlaug í nágrenninu með tengingu við íbúðarhverfi sunnan og vestan Ásvalla.

Afgreiðsla