Leita
22-058U011T2 Öryggisáætlun við framkvæmdir
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Akureyrarbæjar að þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi og eða akandi sé fylgt eftir að unnin sé öryggisáætlun og skipaður eftirlitsmaður í samræmi við reglugerð þess efnis.
Fram kemur í reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir nr. 492/2009 að veghaldari ber ábyrgð á veghaldi vegar og öllum þeim vegmerkingum og útbúnaði sem er til staðar í því vegakerfi sem hann hefur umsjón með og rekur. Þá segir í sömu reglugerð að áður en framkvæmdir hefjast á og við veg skuli verktaki gera ítarlega öryggisáætlun þar sem lýst er nauðsynlegum öryggisráðstöfunum vegna framkvæmdanna. Mikilvægt er að allar breytingar, jafnvel tímabundnar, sem snúa að umferð gangandi eða ökutækja séu í samræmi við gildandi umferðarlög og reglur. Þar komi meðal annars fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir sem og að koma eigi í veg fyrir að merking vega gefi villandi upplýsingar um ástand vegar og umferð um hann. Þá skal bera öryggisáætlun undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði og hjá lögreglu í viðkomandi lögsagnarumdæmi. Í þessu tilviki var merking á yfirborði vegar röng. Einnig vantaði uppsetningu fleiri gönguþverana og varnir gangandi vegfarenda voru ófullnægjandi.
Afgreiðsla
Í bréfi frá Akureyrarbæ dags. 6. september 2024 kom fram að tekið verði tillit og sett frekari skilyrði við útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa til samræmis við kröfur reglugerðar til samþykktar veghaldara.
Einnig mun Akureyrarbær setja ítarlegri skilyrði en verið hefur gagnvart verktökum við framkvæmdir á verkum, um þætti sem snúa að gangandi eða akandi umferð, sem ekki eru framkvæmdaleyfisskyldar. Jafnframt að framkvæmdaraðili þurfi að tilnefna eftirlitsmann í samræmi við kröfur ofangreindrar reglugerðar.
22-058U011T1 Bæta merkingar og aðgengi vegf.
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Akureyrarbæjar að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar 2, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið.
Unnin var áætlun fyrir merkingar vegna framkvæmdanna en í þessari skýrslu koma fram ágallar á merkingum og aðgengi gangandi vegfarenda. Merkingar á vegi sjást t.d. ekki þegar snjóað hefur yfir þær og þurfa því að vera meira afgerandi. Einnig þarf að gæta þess að eldri merkingar á vegstæði séu í samræmi við umferð á framkvæmdatíma.
Afgreiðsla
Þegar skýrsla RNSA lá fyrir voru framkvæmdir á svæðinu langt komnar og hefur
verið unnið að frágangi á svæðinu síðan þá. Við skipulag á frágangi svæðisins hefur
sérstaklega verið horft til aðgerða til að tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið.