Reglur um mat á andlegu og líkamlegu hæfi

Reglur um mat á andlegu og líkamlegu hæfi

Umferð
Nr. máls: 2023-019U005
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 16.04.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu, og ítrekar um leið fyrri tillögu í öryggisátt frá 17. janúar 2020, að innleiða nýjar reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi III. viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði eins og kveðið er á um í 3. mgr. 3. gr. reglugerðar um ökuskírteini, nr. 830/2011, með síðari breytingum.

Í 3. mgr. 3. gr. reglugerðar um ökuskírteini, nr. 830/2011, með síðari breytingum, kemur fram að Samgöngustofa setji reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjandi um ökuskírteini fullnægi skilyrðum í III. viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að slíkar reglur séu settar.

Afgreiðsla

Á grundvelli þess að þess að þekkingu skortir á sviði heilbrigðismála eða framkvæmd við afgreiðslu og útgáfu vottorða hefur Samgöngustofa óskað eftir því við innviðaráðuneytið að skipaður yrði starfshópur til að skoða reglur um hvernig skuli meta andlegt og líkamlegt heilbrigði. Einnig að skoða ferli við útgáfu læknisvottorða auk regluverks og framkvæmd við útgáfu, afturköllun og endurveitingu ökuréttinda hvað varðar heilbrigðisskilyrði.  Það hefur ekki gengið eftir.  Samgöngustofa lítur svo á að stofnunin hafi fullreynt sín úrræði í þessu máli og bíður svara frá innviðaráðuneytinu um næstu skref.