Starfsemi flugsviðs
Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) annast rannsókn flugslysa, alvarlegra flugatvika og alvarlegra flugumferðaratvika í samræmi við íslensk lög og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að, svo sem Alþjóða flugmálasáttmála ICAO og reglugerð Evrópusambandsins nr. 996/2010.
Flugsvið rannsakar öll flugslys og alvarleg flugatvik sem verða á borgaralega skráðum loftförum í íslenskri lögsögu íslenskum sem erlendum. Þá rannsakar flugsvið flugslys og alvarleg flugatvik á loftförum skráðum á Íslandi sem verða utan lögsögu annarra aðildarríkja.
Hvað varðar flugumferðaratvik þá rannsakar flugsvið RNSA þau alvarlegu flugumferðaratvik sem verða innan íslenska flugstjórnasvæðisins.