Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu í tengslum við rannsókn á flugslysi er varð á Keflavíkurflugvelli þann 21. júlí 2013, er Sukhoi Civil Aircraft RRJ-95B hafnaði utan flugbrautar. Flugvélin var í prófunarflugi á vegum framleiðanda, og hugðist áhöfnin framkvæma lágflug í 2-3 fetum yfir flugbraut 11 við hliðarvindsaðstæður, nálægt hámarkslendingarþyngd og með einn hreyfil óvirkan. Tilgangurinn flugsins var að prófa sjálfvirknibúnað flugvélarinnar við þessar aðstæður.

Meginorsök flugslyssins var rakin til þreytu flugmanna, er varð til þess að flugmenn flugvélarinnar gáfu röngum hreyfli inn í fráhvarfsflugi, eftir að flugvélin snerti flugbrautina. Snerting flugvélarinnar við flugbrautina, sló út sjálfvirknibúnaði fyrir fráhvarfsflugið.

Níu tillögur í öryggisátt eru lagðar til í skýrslunni. Þremur þeirra er beint til framleiðanda loftfarsins, þremur til Isavia, einni til Samgöngustofu, einni til Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneytis Rússlands og einni sameiginlega til Flugöryggisstofnun Evrópu og flugslysanefndar Rússlands. Að auki er einum tilmælum beint til Innanríkisráðuneytisins. Skýrslan er skrifuð á ensku, þar sem að aðilar er tillögum í öryggisátt er beint til eru ekki íslenskir.

------------------

The Icelandis Transportation Investigation Board has issued a report regarding an aviation accident that occurred at Keflavik Airport on July 21st 2013, when Sukhoi Civil Aircraft RRJ-95B incurred a runway excursion. The airplane was undergoing flight testing on behalf of its manufacturer and the flight crew intended to execute a go-around at 2-3 feet radio altitude over RWY 11, under crosswind conditions, near the airplane‘s maximum landing weight, with one engine inoperative. The purpose of the flight was to test the airplane‘s automatic flight control system under these conditions.

The Icelandis Transportation Investigation Board determined that the most probably cause of the accident to be flight crew fatigue, which resulted in the flight crew advancing the incorrect throttle lever to TO/GA position. This occured after the airplane touched the runway, which had resulted in the automatic flight control system shutting off.

The Icelandis Transportation Investigation Board issues nive safety recommendation in the report. Three for the manufacturer (Sukhoi Civil Aircraft), three to the operator of Keflavik Airport (Isavia), one to the Icelandic Transportation Authority, one to the Russian Ministry of Industry and Trade and one jointly to EASA and the Interstate Aviation Committee. In addition one safety action is issued to the Icelandic Ministry of Interior. The report is written in English as the safety recommendations are issued to non-Icelandic parties.