Bráðabirgðaskýrsla um flugslys á Keflavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyss TF-FIA á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar 2020, þegar hægra aðalhjólastell gaf sig í lendingu. Skýrslan er gefin út á ensku, þar sem margir þeir aðilar sem koma að rannsókn málsins eru ekki íslenskir. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Lokaskýrsla um flugslys HB-ZOO við Nesjavelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu um flugslys HB-ZOO við Nesjavelli þegar þyrla af gerðinni Airbus AS 355 NP brotlenti í fjallendi skömmu fyrir lendingu. Skýrsluna má finna hér.

 

lesa meira

Takmarkaður opnunartími á skrifstofu vegna COVID-19

Í framhaldi af neyðarstigi Almannavarna og Embætti landlæknis sem lýst var yfir fyrir helgi, mun starfsfólk á skrifstofu RNSA takmarka viðveru sína á skrifstofu. Opnunartími skrifstofu mun því vera takmarkaður en símsvörun helst óbreytt. 

lesa meira

Lokaskýrsla um alvarlegt flugatvik skömmu eftir flugtak

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks er varð þann 9. ágúst 2018 þegar flugvél TF-FXA missti olíuþrýsting á hægri hreyfli skömmu eftir flugtak á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélinni var lent aftur á flugvellinum með slökkt á hægri hreyfli. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Lokaskýrsla vegna flugslyss við Hafnarfjarðarhraun

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss TF-IFC er varð þegar kennsluvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í Hafnarfjarðarhrauni. Skýrsluna má finna hér.  

lesa meira

Lokaskýrsla um alvarlegt flugatvik á Reykjavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna brautarátroðnings er varð á Reykjavíkurflugvelli þann 9. febrúar 2018. Snjóruðningstæki ók inn á flugbraut 19 þegar flugvél TF-ORD var í flugtaksbruni. Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Lokaskýrsla um alvarlegt flugumferðaratvik

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugumferðaratviks á milli TF-TWO og TF-IFB við Langavatn ofan Reykjavíkur þann 29. mars 2018.

Skýrsluna má finna hér.

lesa meira

Lokaskýrsla um flugumferðaratvik á Reykjavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks TF-FTO á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin var í umferðarhring á BIRK þegar rykkur kom á flugvélina og hún kinkaði niður. Eftir þetta hökkti hæðarstýri, það var þungt og ekki hægt að beita því að fullu. Flugvélinni var lent með því að nota hæð…

lesa meira

Lokaskýrsla um flugumferðaratvik á Reykjavíkurflugvelli

RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks N525FF á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin tók á loft frá flugbraut 19 án heimildar frá flugturni. Þegar flugvélin hóf sig á loft rétt fyrir flugbrautarmót 19/13 tók hún á loft yfir söndunarbíl sem var að sanda flugbraut 13 að beiðni flugturns…

lesa meira

Á flugvellinum við Sandskeið

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss er varð á flugvél TF-FTM (Cessna 172) á flugvellinum við Sandskeið þann 17. júlí 2015. Flugvélinni hlekktist á í snertilendingu með þeim afleiðingum að hún hafnaði á hvolfi. Við rannsóknina kom í ljós að hliðarvindur var yfir s…

lesa meira