Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Serious incident involving G-BYLP over the East coast of Iceland
Temporary loss of control / disorientation during flight
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Aviation weather also published in English
Instructions for pilots in English on the Icelandic Met Office homepage
Make the airport at Höfn an entry airport into Iceland 04.07.2014
Flugslys TF-KFB (Diamond DA-20) á golfvellinum á Vatnsleysuströnd
Flugnemi ásamt flugkennara fór í kennsluflug frá Keflavíkurflugvelli á flugvélinni TF-KFB, sem er af gerðinni Diamond DA-20. Flogið var um Selfoss og snertilendingar framkvæmdar á flugvellinum við Sandskeið. Á leiðinni tilbaka, yfir Kúagerði á Reykjanesi varð vart við gangtruflanir hreyfils flugvélarinnar og stöðvaðist hann í kjölfarið. Flugkennarinn tók við stjórn flugvélarinnar og nauðlenti henni á golfvellinum á Vatnsleysuströnd, þar sem hún hafnaði á hvolfi utan golfbrautar.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Tvíþátta mæling eldsneytis við fyrirflugsskoðun 29.06.2014
Flugslys TF-KAJ (Piper-PA-18) á Flám á Tröllaskaga
Þann 22. júní 2014 var flugmaður á flugvélinni TF-KAJ á flugi frá Akureyri að Miklavatni í Fljótum. Þegar flugmaðurinn nálgaðist Þorvaldsdal sá hann að þokubakki var í dalnum sem virtist rísa upp og nálgast hann. Hann ákvað því að snúa við. Þegar hann hafði tekið um 90° beygju til vinstri (til suðvesturs) kom þokan snögglega yfir hann og sá hann ekki lengur til jarðar. Flugmaðurinn hætti þá við beygjuna og leitaðist við að halda flugvélinni láréttri og lækka flugið. Stuttu seinna skall flugvélin á snæviþöktum toppi Fláa og kastaðist upp á ný. Flugmaðurinn dró þá aflið af hreyflinum, togaði stýrið að sér til fulls og flugvélin lenti. Samkvæmt upplýsingum frá flugmanninum stöðvaðist flugvélin um það bil 200 metrum eftir að hún snerti fyrst snjóinn. Flugmanninn sakaði ekki. Hjólabúnaður og loftskrúfa skemmdust.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Sjónflugsflugvélar í blindflugsaðstæðum 22.06.2014
Flugslys TF-150 (Sky Ranger V-Fun) við Löngufjörur á Snæfellsnesi
Þegar fiosinu var flogið inn á lokastefnu fyrir lendingu í fjöru minnsti það hæð og brotlenti í fjöruborðinu.
Skýrsla 07.06.2014Flugslys TF-HDW (Eurocopter AS350B2) á Eyjafjallajökli
Flugmaður ásamt þremur farþegum í verkflugi vegna kvikmyndatöku tók á loft úr Fljótshlíð á Suðurlandi og var ferðinni heitið suður fyrir Eyjafjallajökul, yfir Fimmvörðuháls og að tökustað á Morinsheiði ofan við Goðaland. Þegar komið var austur fyrir hæsta hluta jökulsins og stefnt var í norðaustur í átt að Fimmvörðuhálsi bað einn farþeginn, sá er annaðist kvikmyndatökubúnaðinn, um að lent yrði svo hann gæti skipt um ljóssíu á kvikmyndavélinni þar sem birtuskilyrði höfðu breyst.
Flugmaðurinn sá svæði á jöklinum þar sem hann taldi sig geta lent. Þegar þyrlan nálgaðist lendingarstaðinn varð, að sögn flugmannsins, skyndilega eins og skýjahulu brygði að og allt varð mjallahvítt. Við þetta missti flugmaðurinn viðmið á jöklinum bæði framundan og til hliðar og áttaði sig skyndilega ekki á hæð þyrlunnar og staðsetningu yfir jöklinum. Flugmaðurinn ákvað því að hækka flugið, en um leið kom gríðarlegt högg þegar þyrlan skall á jöklinum.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Verklag við lendingar á jöklum og í snjó 01.05.2014
Alvarlegt flugatvik TF-KFD (Diamond DA-40) nálægt Geysi í Haukadal
Þann 20. október 2013 var flugmaður á flugi á flugvél TF-KFD, sem er af gerðinni Diamond DA-40, ásamt einum farþega. Á flugi frá Gullfossi að Geysi varð flugmaðurinn var við þegar hreyfillinn fór að hökkta og missti afl í kjölfarið. Flugmaðurinn fór í gegnum neyðarviðbrögð flugvélarinnar og nauðlenti í kjölfarið á vegi númer 35, um 2 km norðaustan við Geysi í Haukadal.
Í ljós kom að sveifarás hreyfilsins hafði brotnað ásamt öðrum hreyfilskemmdum sem raktar voru til þess að festibolti í enda sveiffarásins hafði losnað.
Tvær tillögur í öryggisátt eru gefnar út í skýrslunni og er þeim báðum beint til framleiðanda hreyfilsins. Skýrslan er rituð á ensku þar sem að framleiðandi hreyfilsins ekki íslenskur.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Critical pulley fastener notification
Design of pulley fastener locking 20.10.2013
Alvarlegt flugatvik TF-ZZZ (Ercoupe 415c) í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli
Þann 6. ágúst 2013 hugðist flugmaður fara í flug á flugvélinni TF-ZZZ frá Reykjavíkurflugvelli. Flugmaðurinn ók flugvélinni á eldsneytisplan í Fluggörðum, slökkti á hreyfli, setti klossa fyrir aðalhjól og handbremsuna á. Eftir að hafa sett eldsneyti á flugvélina hugðist flugmaðurinn gangsetja flugvélina, en hann var einn. Flugvélin er ekki útbúinn ræsi og því þarf að handsnúa hreyfli í gang. Þar sem að flugmaðurinn var einn krafðist gangsetningin að hann gæfi eldsneytisskot á hreyfil og stillti inngjöf í stjórnklefa, en færi svo fram fyrir flugvélina til að handsnúa loftskrúfunni með engan um borð. Flugmaðurinn var í vandræðum með að koma flugvélinni í gang. Í þriðju tilraun rauk hún í gang og ók af stað. Flugmaðurinn náði ekki að komast upp í stjórnklefa flugvélarinnar og ók hún því stjórnlaus af stað og hafnaði á flugvallagirðingu. Rannsóknin leiddi í ljós að handbremsan hélt ekki næginlega vel, auk þess sem að flugvélin hrökk úr handbremsu.
Skýrsla 06.08.2013Flugslys TF-MYX (Beech King Air B200) Aksturíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri - Bráðarbirgðaskýrsla
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyss TF-MYX við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst síðastliðinn. Flugvélin var af gerðinni Beech King Air B200 og var notuð til sjúkraflugs. Flugvélin var á leið tfrá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur. Um borð voru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Flugstjórinn og sjúkraflutningamaðurinn létust og flugmaðurinn slasaðist töluvert. Rannsókn á slysinu er ekki lokið og er skýrslan gefin út til bráðabirgða. Upplýsingar geta því breyst við útgáfu lokaskýrslu.
Skýrsla 05.08.2013Flugslys TF-MYX (Beech King Air B200) við Akstrursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss TF-MYX við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013. Flugvélin var af gerðinni Beech King Air B200 og var notuð til sjúkraflugs. Flugvélin var á leið frá Reykjavík til Akureyrar eftir sjúkraflug frá Hornafirði til Reykjavíkur. Um borð voru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Flugstjórinn og sjúkraflutningamaðurinn létust og flugmaðurinn slasaðist töluvert.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Re-evaluation of CRM training
Paramedic as a crew member 05.08.2013
Accident involving Sukhoi RRJ-95B at Keflavik Airport on 21. July 2013
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu í tengslum við rannsókn á flugslysi er varð á Keflavíkurflugvelli þann 21. júlí 2013, er Sukhoi Civil Aircraft RRJ-95B hafnaði utan flugbrautar. Flugvélin var í prófunarflugi á vegum framleiðanda, og hugðist áhöfnin framkvæma lágflug í 2-3 fetum yfir flugbraut 11 við hliðarvindsaðstæður, nálægt hámarkslendingarþyngd og með einn hreyfil óvirkan. Tilgangurinn flugsins var að prófa sjálfvirknibúnað flugvélarinnar við þessar aðstæður.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Flight dispatch resources for flight tests
Arming of doors prior to flight tests
TQL operation under failed engine condition
Activation of emergency plan
Adhere to AIP
Airport procedure regarding flight testing
Procedure for flight certification/testing in Iceland
Independent auditing role of flight certification officers
Change to emergency slide system 21.07.2013