Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Alvarlegt flugatvik TF-FIH (Boeing 757-200PCF) á Keflavíkurflugvelli
RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks TF-FIH (B757-200PCF) á Keflavíkurflugvelli þann 30. janúar 2011.
Verið var að fara tæma fragt úr flugvélinni í miklum vindi þegar festingar aðalfragthurðarinnar, sem var opin, gáfu sig með þeim afleiðingum að fragthurðin skall niður. Rannsóknin leiddi í ljós að hönnun festinga fragthurðarinnar voru ófullnægjandi fyrir vindstyrkinn sem var er atvikið varð.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til þrjár tillögur í öryggisátt í skýrslunni og er þeim beint til Precision Conversions (hönnuðar fragtbreytingar flugvélarinnar), Evrópsku Flugöryggisstofnunarinnar (EASA) og Bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA).
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Change of door design
EASA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading
FAA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading 30.01.2011
Flugslys TF-KEX (Cessna 177) í hlíðum Langholtfjalls í Árnessýslu
Flugslysið átti sér stað þegar einkaflugvél með fjóra um borð brotlenti eftir að hafa verið flogið yfir sumarbústaðarlandi í hlíðum Langholtfjalls í Árnessýslu.
Skýrsla 01.04.2010Alvarlegt flugumferðaratviks TF-BEZ (Beech 77) og TF-JMR (F-50) við Akureyrarflugvöll
Þann 30. ágúst 2009 var einkaflugmaður á flugvélinni TF-BEZ sjónflugi á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Er flugmaðurinn nálgaðist Akureyri var hann ofar skýjum og orðin óviss um staðsetningu sína. Flugmaðurinn fékk aðstoð frá flugumferðarstjórn en fann svo gat í skýjum þar sem hann dýfði flugvélinni niður. Við það varð aðskilnaðarmissir við TF-JMR sem var í áætlunarflugi á leið til Akureyrar.
Skýrsla 30.08.2009