Sjónflugsflugvélar í blindflugsaðstæðum
Tillaga í öryggisátt
RNSA leggur áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.
Afgreiðsla
Þessari tillögu er beint til flugmanna almennt og því er henni lokið með útgáfu hennar. Að auki mun RNSA ræða þessa tillögu á næstu flugöryggisfundum.