Leiðbeinandi efni um stýrislæsingar
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Samgöngustofu að hún gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi.
Afgreiðsla
Í lokaskýrslu sem gefin var út 19. ágúst 2021 beinir RNSA til Samgöngustofu tillögu í öryggisátt, eða að Samgöngustofa gefi út leiðbeinandi efni um frágang og notkun stýrislæsinga (gust lock) í loftförum sem notuð eru í almannaflugi. Samgöngustofa hefur brugðist við tillögunni á þann hátt að leiðbeiningarefni hefur verið gefið út og er það að finna á heimasíðu Samgöngustofu.