Tilkynningar:
Ef tilkynna skal um flugslys, alvarleg flugatvik eða alvarlegt flugumferðaratvik er bakvaktarsími Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) sem svarar allan sólahringinn alla daga ársins. Símanúmer bakvaktarsíma er 660-0336.
Skrifstofa:
Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) er staðsett í húsnæði Flugbjörgunarsveitar að Flugvallarvegi í Reykjavík, en þar hefur Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) aðsetur. Þá hefur nefndin einnig flugskýli til rannsóknarvinnu á Reykjavíkurflugvelli sem og á Keflavíkurflugvelli. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 09:00 - 16:00 og er skrifstofusími 511-6500.
Rannsakendur á flugsviði:
Þorkell Ágústsson, verkfræðingur - Rannsóknarstjóri flugsviðs og rekstrarstjóri nefndarinnar
Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur - Rannsakandi á flugsviði
Flugsvið rannsakar:
Flugsvið RNSA starfar í samræmi við lög um rannsókn samgönguslysa nr. 18/2013. Flugsvið annast rannsókn flugslysa, alvarlegra flugatvika og alvarlegra flugumferðaratvika samkvæmt ofangreindum lögum og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa:
Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa er hluti af RNSA sem heyrir stjórnsýslulega undir Innanríkisráðherra. Stofnunin starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var sett með lögum 18/2013 og tók til starfa þann 1. júní 2013, með sameiningu Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar umferðarslysa og rannsóknarnefndar sjóslysa.
Sagan:
Rannsóknarnefnd flugslysa, sem áður hafði séð um um rannsóknir flugslysa, alvarlegra flugatvika og alvarlegra flugumferðaratvika, var stofnuð árið 1996. Í henni sátu fimm nefndarmenn, skipaðir af ráðherra, og voru tveir þeirra jafnframt rannsakendur. Árið 2004 varð breyting á fyrirkomulagi nefndarinnar með þeim hætti að störf nefndarmanna og rannsakenda voru aðskilin. Fyrir árið 1996 voru rannsóknir á flugslysum og atvikum á hendi Flugslysanefndar og Rannsóknardeild Flugmálastjórnar Íslands.