Um nefndina

Tilgangur með rannsóknum sjóslysa er að auka og efla öryggi til sjós. Tilgangurinn er ekki að skipta sök eða ábyrgð og ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum.

 

Rannsóknir okkar ná til:

  • Allra íslenskra skipa og erlendra skipa í siglingum að og frá landinu þegar sjóslys varðar íslenska hagsmuni.  
  • Erlendra skipa sem koma til landsins eða í íslenska lögsögu ef tilefni er til eða ef þess er óskað af fánaríki skipsins.

Markmið okkar er

  • Hraða afgreiðslu mála til að orsök óhappa skili sér sem fyrst til annarra.
  • Vera góður tengiliður á milli sjómanna og hlutaðeigandi aðila og auka upplýsingastreymi.
  • Vera í huga umbjóðenda RNSA vettvangur sem vert er að styrkja og treysta.

Um málsmeðferð

Öll mál sem berast RNSA eru skoðuð með það í huga að í þeim geti falist lærdómur sem geti komið í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig.

Afgreiðsla mála er byggð á rannsóknargögnum sem fyrir liggja svo sem vettvangsrannsókn og framburði aðila t.a.m. stjórnenda, slasaðra og vitna. Nefndin felur viðeigandi og hlutlausum sérfræðingum hluta rannsóknar þegar og ef efni standa til. Fyrsta afgreiðsla mála eru drög að skýrslu sem send eru aðilum máls til umsagnar svo og Samgöngustofu. Lokaskýrsla tekur mið af athugasemdum ef nefndin tekur tillit til þeirra. Lokaskýrslur eru sendar aðilum máls, Samgöngustofu. RNSA getur í lokaskýrslu sett fram tillögur í öryggisátt þ.e. um úrbætur í öryggismálum til sjós ef rannsókn gefur tilefni til þess. Þessum tillögum er beint til Samgöngustofu sem ber að sjá til þess að þær séu teknar til formlegrar afgreiðslu hverju sinni. Samgöngustofa skal senda RNSA niðurstöður slíkrar afgreiðslu.