Um nefndina
Tilgangur með rannsóknum sjóslysa er að auka og efla öryggi til sjós. Tilgangurinn er ekki að skipta sök eða ábyrgð og ekki er heimilt að nota gögn eða skýrslur nefndarinnar sem sönnunargagn í dómsmálum.
Rannsóknir okkar ná til:
- Allra íslenskra skipa og erlendra skipa í siglingum að og frá landinu þegar sjóslys varðar íslenska hagsmuni.
- Erlendra skipa sem koma til landsins eða í íslenska lögsögu ef tilefni er til eða ef þess er óskað af fánaríki skipsins.