Talsvert hefur verið um slys í tengslum við vinnu í lest þegar unnið er í körum. Þegar hafa komið fram lausnir til að auka öryggi þeirra sem vinna við þessar aðstæður. Þar má nefna palla úr riffluðu áli og einnig er hægt að sníða til rifflaðar grindur til að setja í botn kara. Nefndin hefur vitneskju um að þessar lausnir séu notaðar um borð í nokkrum skipum með góðum árangri.Til fróðleiks er hér skýrsla þar sem myndir eru af þessum lausnum.