Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga

Umferð
Nr. máls: 2022-044U007
22.02.2024

Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur sveitarfélög að gera umferðaröryggisáætlun sem ekki hafa þegar unnið slíka. Í skýrslu VSÓ ráðgjafar um mat á ávinningi umferðaröryggisáætlana sveitarfélaga[1] kemur fram að sveitarfélögin væru sammála um að ávinningur hafi hlotist af gerð slíkra áætlana og að þær nýtist embættismönnum og sveitarstjórnarmönnum við störf sín og til að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggi. Þær eru mikilvæg skref til að ná markmiðum stjórnvalda í umferðaröryggismálum, sem eru að draga úr fjölda látinna og slasaðra vegfarenda. Í slíkri áætlun geta m.a. komið fram upplýsingar um uppbyggingu vegakerfis sveitarfélagsins og vegflokka, hraðaflokka, umferðarmagn, yfirborðsmerkingar, samsetningu umferðar og hraða. Auk þess kortlagning stígakerfa, skólaleiða og almenningssamgangna.

 

[1] VSÓ ráðgjöf, 2020, Umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaga. Mat á ávinningi. Vegagerðin.

Tengill á skýrslu