Vesturlandsvegur 28.6.2020

Vesturlandsvegur 28.6.2020

Fjórum bifhjólum var ekið suður Vesturlandsveg. Ökumaður fremsta hjólsins missti stjórn á hjóli sínu á hálu nýlögðu malbiki og féll hjólið í götuna. Auk ökumanns var einn farþegi á hjólinu og runnu hjólið, ökumaðurinn og farþeginn yfir á rangan vegarhelming framan á bifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Bæði ökumaður og farþegi bifhjólsins létust í slysinu. Ökumaður næstfremsta bifhjólsins missti einnig stjórn á hjóli sínu vegna ástands malbiksins. Hann rann út af veginum og slasaðist. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Bindandi reglur um öryggisúttekt áður en opnað er fyrir almenna umferð Malbiksframleiðslan stóðst ekki gæðakröfur Útlögn malbiks
Tilmæli/Ábendingar:
Viðvörunarmerki
Öryggismál og framkvæmdir
Hjólbarðar 28.06.2020
Umferðarsvið