Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Síða 2

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys TF-ICI (Cessna 152) á flugbraut 31 á Reykjavíkurflugvelli

Flugnemi var í einliðaflugi og að æfa snertilendingar. Í einni snertilendingunni missti flugneminn sjtórn á flugvélinni. Flugvélin hafnaði utan flugbrautar og var talin ónýt. Flugnemann sakaði ekki.

Skýrsla 28.04.2006
Flugsvið

Flugslys TF-BOY við Þingvallarveg

Hreyfill fluvélarinnar missti afl yfir Þingvallarvegi þar sem eldsneytið hafði gengið til þurrðar. Flugmaðurinn hugðiðst nauðlenda flugvélinni á túni en kom of hátt inn til lendingar með þeim afleiðingum að flugvélin hentist yfir skurð við enda fyrirhugaðs lendingarsvæðis, krækti þar í girðingu og hafnaði í garði við bæinn Víði

Skýrsla 02.04.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ELW (Airbus A-300) í Marokkó

Flugvélin var í akstri að stæði og ók á kyrrstæða flugvél. Rannsóknin var í höndum flugmálayfirvalda í Marokkó sem gaf út skýrslu á frönsku en hér má finna útdrátt á skýrslunni á ensku.

Skýrsla 03.03.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-JMO (Fokker 50) í aðflugi út Ísafjarðardjúp

Alvarlegt flugatvik TF-JMO (Fokker 50) í aðflugi út Ísafjarðardjúp þann 15. febrúar 2006. TF-JMO lenti í ókyrrð í aðflugi út Ísafjarðardjúp og fékk í sömu andrá viðvörun frá jarðvara flugvélarinnar. Gagnagrunnur fyrir flugvelli hafði ekki verið uppfærður í flugvélinni og var það ástæða aðvörunarinnar.

Skýrsla 15.02.2006
Flugsvið