Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 12

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Aðskilnaðarmissir (TCAS RA) CRJ1 og Boeing 757 við við ASTRO á Spáni

Flugumferðaratvik er varð í stjórnuðu loftrými á Spáni.

Skýrsla 29.04.2006
Flugsvið

Flugumferðaratvik FXI123 (Fokker 50) og TF-FTN (Piper Seminole)

Flugumferðaratvik FXI123 (Fokker 50) og TF-FTN (Piper Seminole) þann 7. september 2007. FXI123 var í blindaðflugi að flugbraut 19 er hann fékk árekstrarviðvörun vegna TF-FTN sem var í blindflugsæfingum við RK NDB.

Skýrsla 07.09.2007
Flugsvið

Flugslys TF-SIF (SA365N) við Straumsvík

Þyrla Landhelgisgæslunnar var nauðlent á sjó eftir að annar hreyfill hennar missti afl.

Skýrsla 16.07.2007
Flugsvið

Flugslys TF-OND (Cessna 152) er brotlenti norðaustur af Búðavatnsstæði á Reykjanesi

Flugnemi ásamt flugkennara var að æfa hægflug og missti flugneminn stjórn á flugvélinni. Flugvélinni var brotlent í hraunlendi norðaustur af Búðavatnsstæði í Suðursvæði. Flugkennarinn og flugneminn sluppu án teljandi meiðsla. Í skýrslunni er eftirfarandi tilmælum beint til flugkennara. Rannsóknarnefnd flugslysa beinir þeim tilmælum til flugkennara að gæta þess að flughæðir í æfingum séu nægjanlegar til að tryggja öryggi flugæfinga.

Skýrsla 09.08.2007
Flugsvið

Flugslys TF-GUN (Cessna 180) við Selfossflugvöll

Hlekktist á í hliðarvindsflugtaki á Selfossflugvelli.

Skýrsla 07.02.2007
Flugsvið

Flugslys TF-FMS á Reykjavíkurflugvelli

Flugvélin lét ekki að stjórn í flugtaki og hætti flugmaðurinn því við flugtak. Líklegt að ís og/eða snjór hafi verið á vængjum sem minnkaði lyftigetu þeirra og jók ofrishraða flugvélarinnar.

Skýrsla 11.01.2007
Flugsvið

Endurútgáfa skýrslu um flugatvik TF-FIR (Boeing 757-200)

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur endurútgefið skýrslu Rannsóknarnefnadar flugslysa í Danmörku um flugatvik TF-FIR (Boeing 757-200) þann 11. janúar 2007 við strendur Danmerkur. Lúga fyrir neyðarrennu á vinstri hlið flugvélarinnar opnaðist á flugi og neyðarrennan losnaði frá flugvélinni.

Skýrsla 11.01.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-RLR (Cessna 172) á Úlfsvatni, Arnarvatnsheiði

Flugvélin féll í vök í akstri á ísilögðu vatni.

Skýrsla 28.12.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-JXF (Boeing 737-800) á Keflavíkurflugvelli

Flugvélin var í leiguflugi með 187 farþega og eitt barn frá Antalya í Tyrklandi. Vegna langs flugtíma var aukin flugáhöfn og þjónustuáhöfn um borð (þrír flugmenn og 7 flugverjar). Um klukkan 02:00 lenti TF-JXF á flugbraut 02 á Keflavíkurflugvelli og endaði utan akbrautar November. Rannsóknin beindist að fjarskiptum, viðnámsmælingum flugbrauta, flugáætlanagerð og þreytu flugmanna.

Skýrsla 28.10.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FIU (Boeing 757-200) er lenti í ókyrrð suðaustur af Íslandi

Samantekt um veðurfar vegna alvarlegs flugatviks TF-FIU (Boeing 757-200) suðaustur af Íslandi þann 2. janúar 2007.

Skýrsla 02.01.2007
Flugsvið