Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 6

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Alvarlegt flugatvik TF-CSB við Sumburgh flugvöll

Áhöfnin var í sjónflugi til Sumburgh flugvallar er veðrið versnaði og flugu þeir í nálægð við klettabelti. Jarðvari flugvélarinnar aðvaraði áhöfnina en flugstjórinn kaus að fylgja ekki "PULL UP" viðvörun frá jarðvaranum. Áhöfnin hélt aðfluginu áfram og lenti athugasemdalaust á flugvellinum. Rannsóknin leiddi í ljós nokkra rekstrarlega, þjálfunar, og mannlega þætti sem voru meðverkandi í röngum viðbrögðum áhafnarinnar. Tvær tillögur í öryggisátt eru gerðar varðandi þjálfun áhafna og rekstrarlegt eftirlit Flugmálastjórnar Íslands með flugrekandanum.

Skýrsla 11.06.2006
Flugsvið

Flugslys N9911V (Cessna 180H) í Fljótum á Hornströndum

Flugmaðurinn ætlaði sér að snertilenda flugvélinni í fjöruborði í Fljótum á Hornströndum. Í flugtakinu missti hreyfillinn skyndilega afl og var flugvélinni nauðlent beint fram á við. Flugvélin skemmdist mikið en flugmanninn sakaði ekki.

Skýrsla 05.06.2006
Flugsvið

Skýrsla um alvarlegt flugatvik TF-LIF, við Reykjavíkurflugvöll

Drifsköft stélþyrils skemmdust á flugi.

Skýrsla 12.05.2006
Flugsvið

Aðskilnaðarmissir (TCAS RA) CRJ1 og Boeing 757 við við ASTRO á Spáni

Flugumferðaratvik er varð í stjórnuðu loftrými á Spáni.

Skýrsla 29.04.2006
Flugsvið

Flugslys TF-ICI (Cessna 152) á flugbraut 31 á Reykjavíkurflugvelli

Flugnemi var í einliðaflugi og að æfa snertilendingar. Í einni snertilendingunni missti flugneminn sjtórn á flugvélinni. Flugvélin hafnaði utan flugbrautar og var talin ónýt. Flugnemann sakaði ekki.

Skýrsla 28.04.2006
Flugsvið

Flugslys TF-BOY við Þingvallarveg

Hreyfill fluvélarinnar missti afl yfir Þingvallarvegi þar sem eldsneytið hafði gengið til þurrðar. Flugmaðurinn hugðiðst nauðlenda flugvélinni á túni en kom of hátt inn til lendingar með þeim afleiðingum að flugvélin hentist yfir skurð við enda fyrirhugaðs lendingarsvæðis, krækti þar í girðingu og hafnaði í garði við bæinn Víði

Skýrsla 02.04.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ELW (Airbus A-300) í Marokkó

Flugvélin var í akstri að stæði og ók á kyrrstæða flugvél. Rannsóknin var í höndum flugmálayfirvalda í Marokkó sem gaf út skýrslu á frönsku en hér má finna útdrátt á skýrslunni á ensku.

Skýrsla 03.03.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-JMO (Fokker 50) í aðflugi út Ísafjarðardjúp

Alvarlegt flugatvik TF-JMO (Fokker 50) í aðflugi út Ísafjarðardjúp þann 15. febrúar 2006. TF-JMO lenti í ókyrrð í aðflugi út Ísafjarðardjúp og fékk í sömu andrá viðvörun frá jarðvara flugvélarinnar. Gagnagrunnur fyrir flugvelli hafði ekki verið uppfærður í flugvélinni og var það ástæða aðvörunarinnar.

Skýrsla 15.02.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-VEJ á Selfossflugvelli

TF-VEJ (Britten-Norman Islander) frá Flugfélagi Vestmannaeyja lenti á Selfossflugvelli á gamlársdagskvöld 2005. Flugbrautin var upptekin þar sem stillt hafði verið upp skotpöllum fyrir flugeldasýningu. Engin NOTAM voru gefin út um lokun Selfossflugvallar á þessum tíma.

Skýrsla 31.12.2005
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-VIK sem hlekktist á í flugtaki á Ísafjarðarflugvelli

RNF hefur gefið út skýrslu um alvarlegt flugatvik er varð er TV-VIK (Helio Courier) hlekktist á í flugtaki á Ísafjarðarflugvelli. Flugvélin hóf flugtaksbrun af flughlaði án vængbarða og stefndi að öryggissvæði til hliðar við flugbraut. Í flugtakinu rakst hægra hæðarstýri flugvélarinnar í jörðina og olli töluverðum skemmdum.

Skýrsla 05.12.2005
Flugsvið