Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 8

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugatvik TF-ELN (Boeing 737) á Keflavíkurflugvelli

Flugvélin TF-ELN sem er af gerðinni Boeing 737 náði ekki tilætluðum afköstum í flugtaki þar sem hún var rangt hlaði

Skýrsla 23.07.2003
Flugsvið

Flugatvik TF-ELH (Dornier DO228) við Bíldudal

Áhöfn Dornier flugvélar fékk uppgefnar rangar upplýsingar um loftþrýsting fyrir aðflug sem olli því að hún flaug um 300 fetum niður fyrir lágmarksflughæð í aðfluginu

Skýrsla 31.08.2003
Flugsvið

Flugatvik LY-ARS (Piper PA30) við Reykjavíkurflugvöll

Erlend einkaflugvél af gerðinni Piper PA30 sveigði af leið í blindaðflugi að Reykjavíkurflugvelli og fylgdi ekki verklagi við fráhvarfsflug eftir að lending hafði ekki tekist

Skýrsla 29.06.2003
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ELN (Boeing 737-300) á Reykjavíkurflugvelli

Alvarlegt flugatvik TF-ELN (Boeing 737-300) á Reykjavíkurflugvelli þann 31. desember 2003. TF-ELN var í lendingu á flugbraut 01. Vegna slæmra bremsuskilyrða náði flugvélin ekki að stöðva fyrir flugbrautarenda og endaði feril sinn þvert á öryggissvæði handan flugbrautar.

Skýrsla 31.12.2003
Flugsvið

Fugslys TF-MOS (Bellanca 7GCAA) á Tungubakkaflugvelli

Flugvél af gerðinni Citabria hafnaði utan flugbrautar á flugvellinum á Tungubökkum eftir misheppnaða flugtakstilraun

Skýrsla 15.07.2004
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-OII (Cessna 150L) og TF-FBA (Piper PA-28R-200)

TF-OII var á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli um leið 3. TF-FBA var á leið í austursvæði (æfingasvæði) í brottflugi frá Reykjavíkurflugvelli um leið 4. Flugvélarnar mættust í um 1.700 metra hæð mitt á milli Sandskeiðs og spennustöðvar. Aðskilnaðarmissir var 10-30 metrar lóðrétt og 10-50 metrar lárétt að mati flugmanna.

Skýrsla 23.08.2004
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-ELJ (737-400) á Ítalíu

Aðskilnaðarmissir varð á milli flugvélar Íslandsflugs og annarrar flugvélar á Ítalíu þvert af Vicenza á innleið til Bolzano. Aðskilnaður varð, að mati RNF, vegna kallnúmeraruglins. RNF beinir einni tillögu í öryggisátt til Flugmálastjórnar Íslands.

Skýrsla 05.09.2004
Flugsvið

Flugslys TF-UPS (Piper Warrior II) á graslendi við Húsafell

Flugvél af gerðinni Piper Warrior II nauðlenti á graslendi við Húsafell eftir að strokkur losnaði af hreyfli.

Skýrsla 21.07.2004
Flugsvið

Flugslys TF-TOF (Jodel JR-220) við Stóru-Bót í Rángárvallasýslu

Flugvél af gerðinni Jodel JR-220 hlekktist á í flugtaki frá einkaflugvelli við Stóru-Bót í Rangárvallarsýslu með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði á jörðinni handan flugbrautarenda

Skýrsla 04.04.2004
Flugsvið

Flugslys TF-KAJ (Piper PA 18-150) í Þjórsárdal 16. júlí 2004

Flugslys á TF-KAJ í Þjórsárdal þegar flugvélin fór fram yfir sig og á bakið í lendingarbruni

Skýrsla 16.07.2004
Flugsvið