Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss TF-HDW á Eyjafjallajökli þann 1. maí 2014. Þyrlan var af gerðinni Eurocopter AS350B2 og var hún í verkflugi vegna kvikmyndatöku. Þyrlan tók á loft úr Fljótshlíð á Suðurlandi og var ferðinni heitið suður fyrir Eyjafjallajökul, yfir Fimmvörðuháls og að tökustað á Morinsheiði ofan við Goðaland. Um borð var flugmaður þyrlunnar, ásamt þremur farþegum. Skömmu fyrir slysið hafði einn farþeginn óskað eftir að lent yrði svo hægt væri að skipta um ljósasíu á kvikmyndavélinni, en birtuskilyrðu höfði breyst. Flugmaðurinn sá svæði á jöklinum þar sem hann taldi sig geta lent. Í kjölfarið missti flugmaðurinn viðmið á jöklinum bæði framundan og til hliðar, skömmu fyrir fyrirhugaða lendingu á jöklinum, og skall þyrlan á jöklinum í kjölfarið.
Skýrsluna má finna undir eftirfarandi hlekk:
http://rnsa.is/media/3712/lokaskyrsla-um-flugslys-tf-hdw-a-eyjafjallajoekli-thann-1-mai-2014.pdf