Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss TF-KFB á golfvellinum á Vatnsleysuströndi þann 29. júní 2014. Flugvélin var af gerðinni Diamond DA-20 og var hún í kennsluflugi. Um borð var flugnemi ásamt flugkennara. Flogið var um Selfoss og snertilendingar framkvæmdar á flugvellinum við Sandskeið. Á leiðinni tilbaka, yfir Kúagerði á Reykjanesi varð vart við gangtruflanir hreyfils flugvélarinnar og stöðvaðist hann í kjölfarið. Flugkennarinn tók við stjórn flugvélarinnar og nauðlenti henni á golfvellinum á Vatnsleysuströnd, þar sem hún hafnaði á hvolfi utan golfbrautar.
Skýrsluna má finna undir eftirfarandi hlekk:
http://rnsa.is/media/3713/lokaskyrsla-um-flugslys-tf-kfb-a-vatnsleysustroend-thann-29-juni-2014.pdf