Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Flugslys TF-FTG (Cessna-152A) á Helluflugvelli
Þann 3. september 2011 hugðist flugmaður með einkaflugmannsréttindi snertilenda á flugvél TF-FTG (Cessna 152A) með einn farþega á flugbraut 23 á Helluflugvelli. Eftir snertilendinguna náði flugvélin ekki upp nægilegum hraða fyrir flugtakið og dró flugmaðurinn þá afl af hreyfli og bremsaði. Flugvélin rann fram af brautarenda, nefhjól grófst í mjúkan jarðveg og flugvélin steypist fram yfir sig.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Áhrif grasbrauta á afkastagetu
Lágmarkshæð við slátt á grasbrautum
Verklag um eftirlit og slátt grasbrauta 03.09.2011
Alvarlegt flugatvik TF-SBN (PZL Swidnik PW5 Smik) á Melgerðisflugvelli
Þann 11. júní 2011 fóru tveir flugmenn í sitt hvoru lagi í flug á svifflugvél TF-SBN, en þeir höfðu báðir unnið að samsetningu hennar viku áður. Í undirbúningi fyrir þriðja flug dagsins kom í ljós að vinstri vængur var skemmdur á samskeytum við skrokk og önnur festing vinstri vængjar var laus. Gleymst hafði að setja vængbolta í læsta stöðu við samsetningu svifflugvélarinnar.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Verklag um samsetningu
Úttekt á samsetningu 11.06.2011
Flugslys TF-JPP (Cessna 172) á Garðsaukabraut við Hvolsvöll
Þann 14. maí 2011 hugðist flugmaður með atvinnuflugmannsréttindi fljúga á flugvél TF-JPP með þrjá farþega frá Garðsaukabraut við Hvolsvöll til Vestmannaeyja. Flugvélin ofreis er flugmaðurinn flaug henni upp úr jarðhrifum í mjúkbrautarflugtaki. Í kjölfarið rakst vinstri vængendi í jörðina, flugvélin snérist hálfhring, brotlenti og stöðvaðist utan flugbrautarinnar.
Skýrsla 14.05.2011Accident TF-JMB (DHC 8-100) during landing at Nuuk in Greenland
Adverse wind and turbulence conditions at BGGH led to flight crew task saturation on final approach and a breakdown of optimum cockpit resource management (CRM) resulting in a divergence from the operator’s stabilized approach policy. The divergence from the operator’s stabilized approach policy caused an unstabilized approach and a hard landing leading to an excess load of the right MLG at touchdown. According to its design, the right MLG fuse pin sheared as a result of stress. The Danish Havarikommissionen investigated the accident and issued the report. The ITSB (RNSA) nominated an ACCREP to the investigation.
Skýrsla 04.03.2011Alvarlegt flugatvik TF-FIH (Boeing 757-200PCF) á Keflavíkurflugvelli
RNSA hefur gefið út lokaskýrslu vegna alvarlegs flugatviks TF-FIH (B757-200PCF) á Keflavíkurflugvelli þann 30. janúar 2011.
Verið var að fara tæma fragt úr flugvélinni í miklum vindi þegar festingar aðalfragthurðarinnar, sem var opin, gáfu sig með þeim afleiðingum að fragthurðin skall niður. Rannsóknin leiddi í ljós að hönnun festinga fragthurðarinnar voru ófullnægjandi fyrir vindstyrkinn sem var er atvikið varð.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til þrjár tillögur í öryggisátt í skýrslunni og er þeim beint til Precision Conversions (hönnuðar fragtbreytingar flugvélarinnar), Evrópsku Flugöryggisstofnunarinnar (EASA) og Bandarísku flugmálastjórnarinnar (FAA).
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Change of door design
EASA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading
FAA mandate of design change to cargo door due to maximum wind operation loading 30.01.2011