Flugslys TF-HDW (Eurocopter AS350B2) á Eyjafjallajökli

Flugslys TF-HDW (Eurocopter AS350B2) á Eyjafjallajökli

Flugmaður ásamt þremur farþegum í verkflugi vegna kvikmyndatöku tók á loft úr Fljótshlíð á Suðurlandi og var ferðinni heitið suður fyrir Eyjafjallajökul, yfir Fimmvörðuháls og að tökustað á Morinsheiði ofan við Goðaland. Þegar komið var austur fyrir hæsta hluta jökulsins og stefnt var í norðaustur í átt að Fimmvörðuhálsi bað einn farþeginn, sá er annaðist kvikmyndatökubúnaðinn, um að lent yrði svo hann gæti skipt um ljóssíu á kvikmyndavélinni þar sem birtuskilyrði höfðu breyst.

Flugmaðurinn sá svæði á jöklinum þar sem hann taldi sig geta lent. Þegar þyrlan nálgaðist lendingarstaðinn varð, að sögn flugmannsins, skyndilega eins og skýjahulu brygði að og allt varð mjallahvítt. Við þetta missti flugmaðurinn viðmið á jöklinum bæði framundan og til hliðar og áttaði sig skyndilega ekki á hæð þyrlunnar og staðsetningu yfir jöklinum. Flugmaðurinn ákvað því að hækka flugið, en um leið kom gríðarlegt högg þegar þyrlan skall á jöklinum.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Verklag við lendingar á jöklum og í snjó 01.05.2014
Flugsvið