Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Nr. 22-027 S 021 Elley EA 250
Bilun í stýri og dregin í land.
Sérstakar ábendingar:
Nefndin beinir því til stjórnenda skipa að kynna sér til hlítar notkun og möguleika til neyðarstýringa.
Skýrsla 30.03.202222 034 S 027 Pálína Þórunn.
Skipverji slasast í andliti.
Sérstök ábending:
Þegar veður er slæmt getur verið skynsamlegra að lengja í gröndurum þegar veiðarfærið er fyrir innan. Togþilfar þessa skips er stutt og því erfitt og tafsamt að viðhafa slíkt verklag. Í þessu tilfelli hefðu keðjur sem festar eru í rennuþil minnkað líkur á að grandari slægist til
Skýrsla 20.03.202222-036-S 028 Tómas Þorvaldsson GK 10
Skipverji klemmdist milli poka og rennuþils og slasast alvarlega
Skýrsla 19.03.202222-019 S 015 Bardi NK 120
Skipverji slasast alvarlega þegar snurpuvír slitnar
Nefndarálit:
Nokkrir samverkandi þættir hafa að öllum líkindum valdið slysinu. Meðan verið var að
snurpa og hífa nótina var allmikil ölduhæð sem óhjákvæmilega jók álag á snurpuvírinn
sem var í slæmu ástandi. Vírinn var mjög strekktur á milli blakka og því mikið álag á
honum. Fremri snurpublökkin var of lítil og gegn ráðleggingum víraframleiðanda. Þá voru
stjórntækin fyrir kraftblökkina illa staðsett og hafði það áhrif á alvarleika slyssins.
Sérstök ábending:
Skipstjórnarmönnum er bent á að kynna sér vel öryggisblöð og leiðbeiningar um notkun
víra. Þvermál blakka á að vera sem næst 18 falt þvermál vírs.