Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Suðurlandsvegur Hólá
Um miðjan dag 26. desember 2015 varð harður árekstur milli tveggja bílaleigubifreiða á einbreiðri brú yfir Hólá í Öræfum. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa sýndi annar ökumannanna af sér mikla óvarkárni þegar hann ók allt of hratt að brúnni án þess að sjá nægjanlega fram á veginn og olli árekstrinum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar lést í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt varðandi einbreiðar brýr á þjóðvegum.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Suðurlandsvegur Hólá
Suðurlandsvegur Hólá (1) 26.12.2015
Ártúnsbrekka 21.12.2015
Snemma að morgni 21. desember 2015 var ekið aftan á hjólreiðamann á Vesturlandsvegi vestan Höfðabakka. Hjólreiðamaðurinn lést í slysinu. Í skýrslunni birtir Rannsóknarnefnd samgönguslysa þrjár tillögur í öryggisátt. Nefndin leggur til að lagt verði bann við hjólreiðum á umferðarmiklum fjölakreinavegum á höfuðborgarsvæðinu, að reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla verði tekin til endurskoðunar og brýnt verði á reglum um aukahluti í sjónsviði ökumanna bifreiða. Í skýrslunni er einnig ábending til bæði ökumanna og hjólreiðamanna um sýnileika og akstur í skammdeginu.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Ártúnsbrekka 21.12.2015
Ártúnsbrekka 21.12.2015 (1)
Ártúnsbrekka 21.12.2015 (2) 21.12.2015
Suðurlandsvegur við Lækjarbotna 13.12.2015
Ökumaður Toyota Corolla bifreiðar ók austur Suðurlandsveg. Skömmu áður en hann kom að Lækjarbotnum ók hann yfir miðlínu vegarins og utan í Toyota Land Cruiser bifreið sem kom úr gagnstæðri átt, vestur Suðurlandsveg. Svo virðist sem ökumaður Toyota Corolla bifreiðarinnar hafi ekki hemlað við atvikið en haldið akstrinum áfram og rekist framan á Subaru Legacy bifreið sem var næst á eftir Toyota Land Cruisernum. Varð harður árekstur og hlaut ökumaður Toyota Corolla bifreiðarinnar banvæna áverka. Við rannsókn kom í ljós að hann hafði fengið hjartaáfall undir stýri í aðdraganda árekstranna
Skýrsla 13.12.2015Heimreið að Einiholti 24. október 2015
Síðdegis 24. október 2015 varð barn fyrir jeppabifreið á malarplani fyrir framan sveitabæ á Suðurlandi. Slysið bar að með þeim hætti að barnið var fyrir framan bifreiðina þegar henni var ekið af stað. Hæð vélarhlífar bifreiðarinnar varð þess valdandi að ökumaður sá barnið ekki áður en hann ók af stað.
Skýrsla 24.10.2015Suðurlandsvegur við Klifanda 30.8.2015
Ökumaður og farþegar, erlendir ferðamenn, voru á leið frá Reykjavík austur að Vík í Mýrdal. Skammt vestan við brú yfir ána Klifanda missti ökumaður stjórn á bifreiðinni og fór útaf með hjól í hægri malarkant. Ökumaður brást við með því að stýra bifreiðinni skarplega til vinstri. Við það varð hægri framhjólbarði loftlaus og fór bifreiðin út af vinstra megin. Í slysinu lést 66 ára kona en hún var farþegi í hægra aftursæti. Hún notaði ekki bílbelti og kastaðist út úr bifreiðinni í slysinu.
Skýrsla 30.08.2015Jökulsárlón 27.8.2015
Slysið varð við Jökulsárlón á malarplani norðan þjónustubyggingarinnar. Ökumaður hjólabáts hafði nýlokið við að sækja farþega á vestanverðu planinu og var að bakka í austurátt. Á sama tíma stóðu þrír erlendir ferðamenn á planinu austanverðu og fylgdust með þyrlu sem var að lenda á mel þar nálægt. Skipstjóri hjólabátsins bakkaði á fólkið þar sem það stóð og horfði á þyrluna. Þau féllu öll við og varð einn þeirra undir afturhjóli bátsins og lést samstundis.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Jökulsárlón
Jökulsárlón (1)
Jökulsárlón (2)
Jökulsárlón (3)
Jökulsárlón (4) 27.08.2015
Brú yfir Vatnsdalsá 18.8.2015
Brú yfir Vatnsdalsá við bæinn Grímstungu hrundi undan þunga vörubifreiðar með festivagn. Rannsókn málsins leiddi í ljós að þungi vagnlestarinnar var vel yfir leyfðri heildarþyngd ökutækja á brúnni. Við rannsóknina komu einnig í ljós ýmsir annmarkar á öryggismálum og gerir nefndin þrjár tillögur í öryggisátt sem birtar eru í skýrslunni.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Brú yfir Vatnsdalsá
Brú yfir Vatnsdalsá (1)
Brú yfir Vatnsdalsá (2) 18.08.2015
Vestdalseyrarvegur Seyðisfirði 23.6.2015
Slysið varð á í norðanverðum Seyðisfirði seint um kvöld. Fólksbifreið var ekið suður veginn í átt að bænum þegar ökumaður missti stjórn á bifreiðinni til vinstri, að því er virðist snögglega og fór í hliðarskriði vestur útaf veginum. Bifreiðin valt niður bratta hlíð og hafnaði um 20 metrum fyrir neðan veginn. Farþegi í framsæti bifreiðarinnar kastaðist út úr henni og lést. Hann notaði ekki bílbelti. Ökumaður, 17 ára stúlka slasaðist alvarlega. Telur rannsóknarnefndin að ástand vegarins, ástand höggdeyfa bifreiðarinnar og reynsluleysi ökumanns séu samverkandi orsakaþættir slyssins. Gerir nefndin tvær tillögur í öryggisátt í skýrslunni, varðandi dæmingu höggdeyfa í aðalskoðun og ástand og hámarkshraða á malarvegum. Þá beinir nefndin því til ökumanna og farþega að nota ávallt bílbelti.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Vestdalseyrarvegur
Vestdalseyrarvegur (1) 23.06.2015
Útnesvegur við Hellissand
Að morgni 28. maí missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Útnesvegi við Hellissand með þeim afleiðingum að hún valt. Í bílnum voru fimm farþegar. Farþegi í framsæti lést í slysinu og annar farþegi kastaðist út úr bifreiðinni og hlaut lífshættulega fjöláverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt í skýrslunni varðandi yfirborðsmerkingar og merkingar hámarkshraða.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Útnesvegur við Hellissand
Útnesvegur við Hellissand (1) 28.05.2015
Hvítársíðuvegur 25.5.2015
Síðdegis 25. maí 2015 missti erlendur ferðamaður á bifhjóli stjórn á því á malarvegi með þeim afleiðingum að hjólið fór út fyrir veginn og valt ofan á ökumanninn og farþega þegar það stöðvaðist. Ökumaðurinn lést í slysinu en farþeginn hlaut lítil meiðsli.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Hvítársíðuvegur 25.05.2015