Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
Reykjanesbraut við Hafnaveg 7.7.2016
Snemma að morgni 7. júlí 2016 var vörubifreið ekið inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi í veg fyrir bifhjól með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsins lést.
Skýrsla 07.07.2016Öxnadalsheiði 24.6.2016
Ökumaður undir slævandi áhrifum lyfja ók alltof hratt og keyrði aftan á fólksbifreið á þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin lenti framan á hópbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að skipaður verði hópur fagaðila á sviði réttarfars og refsivörslu og meðferðar við áfengis- og fíkniefnasýki, sem falið verði að vinna tillögur um ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Ný úrræði gegn ölvunar- og lyfjaakstri 24.06.2016
Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016
Upp úr hádegi 20. júní 2016 valt vörubifreið með festivagn í eftirdragi út fyrir veg á Suðurlandsvegi í Mýrdal og lést ökumaður bifreiðarinnar í slysinu. Slysið varð neðarlega í brekku niður af Reynisfjalli í krappri beygju. Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að frumorsök slyssins mátti rekja til þess að hemlar festivagnsins voru í afar bágbornu ástandi. Í skýrslunni birtir nefndin tillögur í öryggisátt um viðgerðir og viðhald þungra ökutækja, öryggi vegarins og skoðunarhandbók ökutækja.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016
Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (1)
Suðurlandsvegur við Gatnabrún 20.6.2016 (2) 20.06.2016
Hvalfjarðargöng 5.6.2016
Þann 5. júní 2016 varð harður árekstur tveggja bifreiða í Hvalfjarðargöngunum um 700 metra fyrir innan syðri munna ganganna. Ökumaður Toyota bifreiðar á suðurleið ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Subaru bifreið á norðurleið. Farþegi í framsæti Subaru bifreiðarinnar lést í slysinu. Ökumenn beggja bifreiða og farþegar í Toyota bifreiðinni slösuðust mikið.
Í skýrslunni beinir nefndin því til veghaldara að kanna með möguleika á að breikka rifflur á milli akstursátta. Jafnframt beinir nefndin því til veghaldara að leita leiða til að auka vitund ökumanna á nauðsyn þess að viðhalda nægilegu bili milli ökutækja í göngunum.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Rifflur milli akstursátta
Bil milli ökutækja
Framúrakstur 05.06.2016
Þingvallavegur 30.5.2016
Ökumaður bifhjóls á leið austur Þingvallaveg missti stjórn á bifhjólinu við brúna yfir Leirvogsá. Hann féll af hjólinu eftir að hafa borist á því utan í vegriðinu inn á miðja brúna. Hann hlaut banvæna fjöláverka og lést á slysstað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til bifhjólamanna að virða settan hámarkshraða og aka ekki hraðar en reynsla þeirra leyfir og aldrei yfir hámarkshraða. Nefndin hefur nú rannsakað þrjú banaslys bifhjólamanna á Þingvallavegi og má rekja tvö þeirra til hraðaksturs.
Skýrsla 30.05.2016Holtavörðuheiði 9.4.2016
Ökumaður fólksbifreiðar ók norður Holtavörðuheiði seint að nóttu en með honum í bifreiðinni voru tveir farþegar, í framsæti og aftursæti. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni eftir vinstri beygju og ók út af veginum. Bifreiðin valt utan vegar og kastaðist farþegi í aftursæti út úr bifreiðinni. Hann notaði ekki bílbelti, hlaut banvæna fjöláverka og lést á slysstað. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður var undir áhrifum áfengis- og vímuefna og var óhæfur til aksturs. Hann var ennfremur ökuréttindalaus. Bíltækniskoðun leiddi í ljós að spindilkúla við vinstra framhjól var brotin. Að mati bíltæknisérfræðinga hafði kúlan verið brotin í nokkurn tíma. Mögulegt er að kúlan hafi hrokkið úr sæti og bifreiðin orðið stjórnlaus við það. Hraðaútreikingar RNSA benda til þess að ökutækinu hafi verið ekið langt yfir hámarkshraða eða á 132 km/klst +/- 9 km/klst.
Skýrsla 09.04.2016Ólafsvíkurhöfn
Síðdegis 17. febrúar 2016 var bifreið ekið fram af hafnarbakkanum í Ólafsvík. Ökumaðurinn hafði ætlað að leggja bifreið sinni upp við hafnarkantinn, en steig líklega á inngjöf eða gaf harkalegar inn en hann ætlaði sér. Upp við hafnarkantinn hafði snjór þjappast saman og myndað nokkurs konar ramp upp á kantinn. Bifreiðin fór fram af bryggjunni og hafnaði í sjónum með þeim afleiðingum að ökumaðurinn drukknaði.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Ólafsvíkurhöfn 17.02.2016
Njarðarbraut Reykjanesbæ
Síðdegis 21. janúar 2016 varð harður árekstur á Njarðarbraut við gatnamótin að Tjarnarbraut í Reykjanesbæ. Ökumaður bifreiðar tók vinstri beygju í veg fyrir aðra bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Hann var ekki spenntur í öryggisbelti og lést í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birtir tvær tillögur í öryggisátt vegna slyssins hér í skýrslunni. Önnur varðandi yfirborðsmerkingar á Njarðarbraut og hin um skoðun ökutækja.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Viðhald yfirborðsmerkinga
Skoðun ökutækja 21.01.2016