Slysa- og atvikaskýrslur Síða 10

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Hvítársíðuvegur 25.5.2015

Síðdegis 25. maí 2015 missti erlendur ferðamaður á bifhjóli stjórn á því á malarvegi með þeim afleiðingum að hjólið fór út fyrir veginn og valt ofan á ökumanninn og farþega þegar það stöðvaðist. Ökumaðurinn lést í slysinu en farþeginn hlaut lítil meiðsli.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hvítársíðuvegur 25.05.2015
Umferðarsvið

Biskupstungnabraut 21.4.2015

Ökumaður Nissan Qashqai bílaleigubifreiðar ók vestur Biskupstungnabraut rétt upp úr hádegi. Kvaðst hann þá hafa veitt athygli Volkswagen Golf bifreið sem kom úr gagnstæðri átt og leitaði yfir miðlínu, yfir á hans vegarhelming. Reyndi hann að sveigja frá til hægri út í kant en hin bifreiðin ók viðstöðulaust á móti honum þar til bílarnir rákust saman. Við áreksturinn lést ökumaður Volkswagen Golf bifreiðarinnar, sem var karlmaður fæddur 1949. Við rannsókn málsins komu ekki fram vísbendingar um að orsök slyssins gæti verið vegna bilunar í búnaði bifreiða eða ástands vegar. Telur rannsóknarnefndin sennilegustu skýringuna að ökumaður Volkswagen Golf bifreiðarinnar hafi sofnað við aksturinn.

Skýrsla 21.04.2015
Umferðarsvið

Biskupstungnabraut Alviðra

Að kvöldi 9. apríl 2015 missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á henni í mikilli hálku með þeim afleiðingum að hún rann út af Biskupstungnabraut sunnan við Alviðru og valt. Í veltunni köstuðust tveir farþegar út úr bifreiðinni og lést annar þeirra í slysinu. Sá sem lést hafði verið í farangursrými bifreiðarinnar. Farþegar voru fimm, einum fleiri en bifreiðin var gerð fyrir. Í skýrslunni er tillaga í öryggisátt varðandi skoðunarhandbók ökutækja og ábendingar um notkun öryggisbelta og akstur við vetraraðstæður. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Biskupstungnabraut Alviðra 09.04.2015
Umferðarsvið

Grund í Meðallandi 6.4.2015

Slysið varð á malarvegi sem liggur í vesturátt frá Meðallandsvegi við bæinn Grund. Ökumaður New Holland dráttarvélar með TIM sturtuvagn ók veginn áleiðis að malarnámu. Í dráttarvélinni voru tveir ungir drengir auk ökumanns. Þegar ökumaður ók út úr vinstri beygju sem þarna er jók hann aðeins við hraðann. Á sama tíma tók annar drengurinn í hliðarslá og hurðaropnun sem er á henni og við það opnaðist hurðin. Drengurinn féll út úr dráttarvélinni, varð undir sturtuvagni sem dráttarvélin dró, og lést samstundis.

Skýrsla 06.04.2015
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur í Eldhrauni 27.3.2015

Slysið varð á Suðurlandsvegi í Eldhrauni að morgni til. Ökumaður og farþegi, báðir erlendir ferðamenn, voru á leið frá Vík í Mýrdal austur að Skaftafelli. Skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur missti ökumaður stjórn á bifreiðinni og fór útaf vinstra megin. Í slysinu lést tvítug kona, farþegi í framsæti. Ekki er vitað hvort farþegi notaði bílbelti en af áverkum að dæma er sennilegt að hann hafi ekki notað bílbelti eða verið með beltið spennt fyrir aftan bak. Erlendir ferðamenn eru flestir reynslulitlir í akstri við aðstæður sambærilegar og finnast á Íslandi. Rannsóknarnefndin telur mikilvægt að Samgöngustofa fái aukið fjármagn til fræðslu erlendra ferðamanna um akstur og aðstæður vega á Íslandi, jafnt sumar sem vetur.

Skýrsla 27.03.2015
Umferðarsvið

Bílastæðahúsið Mjóstræti 18.3.2015

Slysið varð á annari hæð bílastæðashúss við Mjóstræti þann 18. mars 2015. Ökumaður fólksbifreiðar, 89 ára karlmaður, var á leið út úr bílastæðahúsinu er hann ók á burðarsúlu sem þar er. Samkvæmt sjúkragögnum hafði  ökumaður átt við heilbrigðisvandamál að stríða. Vegna slyssins vísar RNSA í fyrri tillögu í öryggisátt, er varðar heilbrigðisvandamál og endurnýjun ökuréttinda. Tillagan kemur fram í skýrslu um banaslys sem átti sér stað á Nauthólsvegi, 15. febrúar 2015.

Skýrsla 18.03.2015
Umferðarsvið

Nauthólsvegur við Hringbraut 15.2.2015

Ökumaður fólksbifreiðar ók norður Nauthólsveg. Er hann nálgaðist gatnamót Nauthólsvegar og Hringbrautar ók hann  upp á umferðareyju og stöðvaðist þar snögglega á háum kantsteini þar sem hæðarmismunur er á götunni og umferðareyjunni. Ökumaður, 77 ára karlmaður, var fluttur slasaður á bráðamóttöku. Hann notaði ekki bílbelti og kastaðist með bringu fram á stýri bifreiðinnar.  Slysið varð þann 15.2.2015 en ökumaður lést fjórum dögum síðar þann 19.2.2015. Samkvæmt sjúkragögnum átti ökumaður við veruleg heilbrigðisvandamál að stríða. Vegna slyssins gerir RNSA tillögu í öryggisátt er varðar heilbrigði og endurnýjun ökuréttinda.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Nauthólsvegur við Hringbraut 15.febrúar 2015 15.02.2015
Umferðarsvið

Kársnesbraut Urðarbraut

Börnum í öðrum bekk í Snælandsskóla í Kópavogi var ekið í hópbifreið að sundlaug Kópavogs í skólasund. Þegar bifreiðin beygði frá Kársnesbraut upp Urðarbraut féll barn, sem sat aftast, út úr bifreiðinni þegar neyðarhurð opnaðist skyndilega. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt sem lesa má neðst í skýrslunni.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Kársnesbraut Urðarbraut 8.12.2014
Kársnesbraut Urðarbraut 8.12.2014 (2) 08.12.2014
Umferðarsvið

Hafnarvegur við Stekkakeldu

Síðdegis 28. ágúst 2014 var sendibifreið ekið aftan á fólksbifreið sem numið hafði staðar á Hafnarvegi. Við áreksturinn snérist sendibifreiðin á hlið og rann framan á vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður sendibifreiðarinnar lést í slysinu. Í skýrslunni birtir Rannsóknarnefnd samgönguslysa nokkrar tillögur í öryggisátt sem lesa má aftast í skýrslunni.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Hafnarvegur við Stekkakeldu
Hafnarvegur við Stekkakeldu (1)
Hafnarvegur við Stekkakeldu (2) 28.08.2014
Umferðarsvið

Ólafsfjarðarvegur við Hámundastaðaháls 17.3.2014

Tvær bifreiðar, Volkswagen Polo og Toyota Hilux, rákust saman á Ólafsfjarðarvegi þegar ökumaður Toyota Hilux bifreiðarinnar ók yfir á rangan vegarhelming í þeim tilgangi  að aka fram úr snjóruðningstæki á ferð. Nokkuð kóf var undan tönn snjómoksturstækisins í aðdraganda slyssins og aðstæður til framúraksturs voru slæmar. Í árekstrinum lést kona, farþegi í aftursæti Volkswagen Polo bifreiðarinnar. Beinir RNSA því til ökumanna að gæta vel að sér við framúrakstur svo þeir valdi ekki slysum.

Skýrsla 17.03.2014
Umferðarsvið