Eldri skýrslur - RNU Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) Síða 2

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Suðurlandsvegur við Bollastaði

Reiðmaður var á leið vestur reiðgötu sem liggur við hlið Suðurlandsvegar og hafði tvö önnur hross í taumi. Hugðist hann fara til Bollastaða, sem er hinum megin við Suðurlandsveg, séð frá reiðgötunni. Reið maðurinn upp á Suðurlandsveg í veg fyrir fólksbifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg. Ökumaður reyndi að afstýra árekstrinum með því að beygja frá en missti stjórn á bílnum við það og fór útaf hægra megin. Köstuðust hrossið og maðurinn af framenda bifreiðarinnar á veginn. Reiðmaðurinn fórst við ákeyrsluna. Bíllinn hafnaði á hliðinni utan vegar (sjá skýringamynd). Áfengis- og lyfjapróf leiddi í ljós að

Skýrsla 16.09.2006
Umferðarsvið

Stykkishólmsvegur

Ökumaður fólksbifreiðar ók að næturlagi áleiðis til Stykkishólms. Akstursaðstæður voru ekki góðar, ísing var á veginum og myrkur. Rétt um það leyti þegar hann ók framhjá afleggjaranum að flugvellinum missti hann stjórn á bifreiðinni í aflíðandi vinstri beygju. Rann bifreiðin yfir á rangan vegarhelming og þaðan útaf veginum með hægri hliðina á ljósastaur. Valt bifreiðin við það á hliðina og endaði á hjólunum um 10 metra frá ljósastaurnum, sjá afstöðumynd hér að neðan.

Skýrsla 08.12.2006
Umferðarsvið

Skagafjarðarvegur/Varmahlíð

Ökumaður fólksbifreiðar ók norður Skagafjarðarveg að vegamótum við Hringveginn sunnan við Varmahlíð. Skömmu áður en ökumaður kom að vegamótunum missti hann stjórn á bifreiðinni í vinstri beygju og ók útaf hægra megin. Samkvæmt framburði farþega gerðist þetta þegar ökumaðurinn leit af veginum og í aftursætið til farþega sem þar voru. Í stað þess að aka beint útaf í halla reyndi ökumaður að stýra bílnum upp á veg.

Skýrsla 02.07.2006
Umferðarsvið

Reykjanesbraut í Molduhrauni

Umferðarslysið varð á Reykjanesbraut við Molduhraun. Ölvaður ökumaður ók fólksbifreið á miklum hraða, frá Hafnarfirði austur Reykjanesbraut. Vegna vegavinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar voru akreinarnar tvær í austurátt þrengdar í eina og umferð veitt yfir á vesturakreinina (ekið til Hafnarfjarðar). Lögregla hafði ítrekað gert athugasemdir við varúðarmerkingar vegna framkvæmdanna. Götulýsing var ekki virk við upphaf þrengingarinnar.

Skýrsla 11.11.2006
Umferðarsvið

Miklabraut

Karlmaður og kona gengu austur Miklubraut að nóttu til milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Voru þau á gangi hægra megin stofnbrautarinnar, ýmist á akbrautinni eða uppi á grasinu. Rétt vestan við gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar ók Kia fólksbifreið á konuna á akbrautinni. Við áreksturinn kastaðist konan upp í loftið og hafnaði á grasinu 12 metrum austan við árekstarstaðinn. Dánarorsök konunnar var höfuðáverkar.

Skýrsla 01.10.2006
Umferðarsvið

Köldukvíslarvegur

Ökumaður fór frá Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum áleiðis að ánni Köldukvísl, að talið er um miðja nótt. Malarvegur liggur frá þjóðvegi 26 að Köldukvísl og varð slysið 500 metra frá þjóðveginum eins og sýnt er á
mynd úr kortagrunni. Þar sem slysið varð liggur vegurinn í aflíðandi brekku, yfir vegræsi en þar tekur við beygja til vinstri. Ökumaður ók útaf veginum og valt bifreiðin ofan í vegræsið. Af ummerkjum að dæma hefur bifreiðin ekki oltið strax.

Skýrsla 21.10.2006
Umferðarsvið

Kjósarskarðsvegur við Þórufoss

Ökumaður jeppabifreiðar ók austur Kjósarskarðsveg. Skammt frá Þórufossi virðist hann hafa misst stjórn á bifreiðinni eftir að vindhviða skall á henni og lyfti upp að aftan. Lenti framhjól bílsins í þrígang í lausamöl vegaxla. Bifreiðin snérist á veginum, hafnaði útaf vinstra megin og valt. Ökumaður bifreiðarinnar notaði ekki bílbelti og kastaðist því út um framgluggann og lenti undir henni. Hann fórst á slysavettvangi. Farþegi í framsæti slasaðist lítillega, hann notaði bílbelti.

Skýrsla 16.10.2006
Umferðarsvið

Kjósarskarðsvegur

Ökumaður bifhjóls ók norðvestur Kjósarskarðsveg. Skammt frá afleggjara að bænum Valdastöðum missti ökumaður stjórn á bifhjólinu í vinstri beygju og ók útaf. Á vettvangi voru 134 metra för eftir bifhjólið utarlega í hægri vegkanti (sjá mynd) og vegöxl þar til ökumaður féll af hjólinu í graslendi 8 metra frá veginum. Fórst maðurinn vegna áverka á hálshrygg og mænu sem hann hlaut í slysinu. Áfengis- og lyfjarannsókn leiddi í ljós að ökumaður var undir áhrifum áfengis og lyfja þegar slysið varð

Skýrsla 07.05.2006
Umferðarsvið

Hveravík

Slysið átti sér stað um miðjan daginn. Fólk á tveimur bílum var á ferðalagi um Vestfirði, nánar tiltekið á Drangsnesvegi í áttina til Hólmavíkur. Í austanverðri Hveravík liggur vegurinn niður við fjöru og eru minjar gamallar sundlaugar í flæðarmálinu. Hafði fólkið stöðvað bifreiðarnar þar og lagt þeim við vegbrún fjær fjörunni (sjá myndir hér að neðan). Í þann mund ók Nissan fólksbifreið inn í víkina einnig áleiðis til Hólmavíkur. Ökumaður fólksbifreiðarinnar hægði á sér er hann tók eftir bílunum sem lagt hafði verið á hægri akrein miðað við akstursstefnu hans.

Skýrsla 22.07.2006
Umferðarsvið

Hof í Öræfasveit

Ökumaður bifhjóls ók austur hringveginn við Hof í Öræfasveit en missti stjórn á hjólinu og ók útaf hægra megin m.v. akstursstefnu. Ökumaður kastaðist af hjólinu og fórst. Þar sem slysið varð er hringvegurinn beinn, 8 metra breiður og bundinn olíumöl. Hámarkshraði er 90 km/klst. Vindasamt var þegar slysið varð, en bjart úti, vegurinn þurr og vegsýn góð.

Skýrsla 02.07.2006
Umferðarsvið