Eldri skýrslur - RNU Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) Síða 4

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Suðurlandsvegur við Mæri

Banaslys varð skammt vestan við bæinn Mæri á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss.

Skýrsla 21.03.2007
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Kirkjuferju

Ökumaður fólksbifreiðar ók austur Suðurlandsveg í átt að Selfossi. Á Hellisheiði höfðu vegfarendur tekið eftir einkennilegu aksturslagi hans þar sem hann hafði farið yfir á öfugan vegarhelming svo lá við slysi. Nokkru síðar, þegar ökumaður var kominn að afleggjaranum við Kirkjuferju ók hann aftur yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði framan á vörubifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg (sjá mynd). Var árekstrarstaður á nyrðri akreininni, á vegarhelmingi vörubifreiðarinnar. Áreksturinn var mjög harður og fórst ökumaður fólksbifreiðarinnar samstundis.

Skýrsla 11.09.2007
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Heiðmerkurafleggjara

Slysið varð á Suðurlandsvegi við Heiðmerkurafleggjara. Ökumaður Kia fólksbifreiðar var á leið til Reykjavíkur en hafði stöðvað á vegöxl til að aðstoða ökumann bilaðrar fólksbifreiðar sem var í samfloti með honum. Ökumaður Kia bifreiðarinnar hugðist taka U-beygju en gáði ekki að sér og beygði í veg fyrir flutningabifreið sem ekið var austur Suðurlandsveg.

Skýrsla 16.11.2007
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 í Norðurárdal í Skagafirði

Seint á aðfararnótt sunnudagsins 9. júlí fór jeppabifreið út af þjóðvegi eitt efst í Norðurárdal í Skagafirði með þeim afleiðingum að ökumaður bifreiðarinnar lést. Ökumaðurinn var karlmaður á þrítugsaldri og var hann einn í bílnum. Ekki liggur fyrir nákvæm tímasetning á slysinu, en það mun hafa gerst milli klukkan 4:30 og 6 að morgni.

Skýrsla 09.07.2007
Umferðarsvið

Laugarvatnsvegur við Þóroddsstaði

Ökumaður ók austur Biskupstungnabraut. Við Minni-Borg mættu lögreglumenn ökumanni og gáfu honum merki um að stöðva bifreiðina til að athuga ástand hans, en hann virti það að vettugi og jók þess í stað hraðann, sem áður hafði verið innan eðlilegra marka. Lögreglan hóf þá eftirför. Sáu lögreglumenn bifreiðina tvisvar eftir að þeir hófu eftirförina, fyrst á hæð áður en beygt er inn á Laugarvatnsveg af Biskupstungnabraut, en síðan sáu þeir rykmökk í fjarska þegar þeir komu inn á Laugarvatnsveg. Voru þeir þá að svipast um eftir bifreiðinni en hættir eftirför. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rykmökkurinn var eftir bifreiðina og hafði ökumaður ekið útaf. Á vettvangi mátti sjá að ökumaður hafði ekið mjög hratt í beygju skammt sunnan við bæinn Þóroddsstaði og farið útaf vinstra megin.

Skýrsla 06.08.2007
Umferðarsvið

Krýsuvíkurvegur við Bláfjallaafleggjara

Ökumaður bifhjóls ók suðaustur Krýsuvíkurveg á miklum hraða. Skammt frá Bláfjallaafleggjara ók hann framúr tveimur malarflutningabifreiðum. Vegsýn framundan var takmörkuð vegna hæðar og beygju og fór ökumaðurinn yfir heila línu og á vegarhelming fyrir umferð úr gagnstæðri átt. Við framúraksturinn missti hann stjórn á hjólinu, náði ekki beygjunni og hafnaði útaf vinstra megin. Á veginum voru 130 metra skriðför eftir bifhjólið en það hafnaði á hraunvegg 30 metra utanvegar. Vitni greinir frá því að við framúraksturinn hafi afturendi bifhjólsins byrjað að rása og ökumaður misst stjórn á því.

Skýrsla 15.10.2007
Umferðarsvið

Hörgárdalur

Mercedes Benz fólksbifreið var ekið eftir þjóðvegi 1 suður Hörgárdal seint að kvöldi til. Þetta kvöld var heiðskírt og hafði snöggfryst skömmu fyrir slysið. Mikil ísing hafði myndast á vegum og var þjóðvegurinn í Hörgárdal flugháll. Rétt sunnan við bæinn Krossastaði missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni 100-200 m eftir að hún kom úr vinstri beygju. Sáust skriðför á veginum eina 70 metra sem enduðu í vegbrúninni. Á þessum stað er vegurinn um 6 metra breiður með 1 metra breiðri vegöxl. Umferð um veginn er um 1200 bílar á sólahring. Hár og brattur bakki er fram af veginum og mældist fláinn um 23 metrar. Neðst í brekkunni er stórgrýti. Bifreiðin rann niður brekkuna á hjólunum og fór nokkrar veltur eftir að hún lenti á stórgrýtinu. Við það kastaðist ökumaðurinn út úr bifreiðinni og lést af áverkum sem af hlutust.

Skýrsla 03.03.2007
Umferðarsvið

Holtavörðuheiði

Opel fólksbifreið var ekið norður Holtavörðuheiði að kvöldi til. Snjór þakti veginn og gekk á með snörpum éljum, hiti var rétt undir frostmarki og myrkur. Í bifreiðinni voru auk ökumans tveir farþegar, annar farþeginn sat í framsæti en hinn í vinstra aftursæti. Ökumaðurinn var óvanur akstri við vetraraðstæður og hafði einu sinni áður á ökuferli sínum ekið á hálum vegi. Allir í bifreiðinni notuðu öryggisbelti. Á sama tíma var Ford pallbíl ekið suður yfir heiðina. Í honum var ásamt ökumanni einn farþegi í framsæti. Ökumaður Opel bifreiðarinnar missti stjórn á bíl sínum og lenti framan á Ford bifreiðinni með þeim afleiðingum að farþegi í Opel bifreiðinni fórst.

Skýrsla 26.10.2007
Umferðarsvið

Biskupstungnabraut við Minni-Borg

Ökumaður fólksbifreiðar ók austur Biskupstungnabraut og stöðvaði við innkeyrsluna að versluninni Minni-Borg. Hugðist ökumaður beygja til vinstri inn á planið sem er fyrir framan verslunina. Þremur bifhjólum var ekið vestur Biskupstungnabraut á sama tíma. Ökumaður fólksbifreiðarinnar sá ekki bifhjólamennina og ók í veg fyrir þann sem fremstur fór. Bifhjólamaðurinn náði ekki að beygja frá og hafnaði á aftanverðri hægri hlið bifreiðarinnar. Við áreksturinn féll hann af hjólinu og kastaðist yfir bifreiðina. Hann hlaut innvortis áverka sem drógu hann til dauða. Hann notaði viðurkenndan öryggisbúnað, var með hjálm og í bifhjólagalla. Ökumaður og farþegi í fólksbílnum hlutu minniháttar áverka.

Skýrsla 28.07.2007
Umferðarsvið

Bessastaðabrekka

Hópbifreið var á leið frá Kárahnjúkum að Egilsstöðum með 38 manns innanborðs. Slysið varð ofarlega í Bessastaðabrekku þar sem hópbifreiðin fór útaf. Vegurinn um Bessastaðabrekku liggur í kröppum beygjum og er 10% halli á honum. Þegar ekið er niður brekkuna er fyrst 1.7 km langur aflíðandi kafli þar sem vegurinn liggur í sveig áður en komið er að krappri hægri beygju. Þar fór bíllinn útaf.

Skýrsla 26.08.2007
Umferðarsvið